Ég var búinn að planaleggja ferð í bláa lónið og svo eitthvert út að borða. Það var það eina óákveðna hvert átti að fara.
Átti að vera svona í stórum dráttum:
Fara fyrr heim úr vinnunni til að ná í kærustuna í skólann, fara heim til hennar að ná í sundföt og bruna langleiðina til Grindavíkur. Vera í Bláa Lóninu í nokkrar klst, nudda hana þar og smyrja með kísil.
Svo um um kvöldmatarleytið hafði ég hugsað mér að fara á Ítalíu á Laugarveginum og borða þar og fara svo og taka myndir á leigu og fara heim til hennar að horfa á og borða ís.
Það verður ekkert úr því. Kanski ég fari bara einn…
Ætla ekki að gera neitt.. Geri aldrei neitt á þessum degi. Við kallinn eigum afmæli 10. febrúar, svo á hann sjálfur afmæli í mars og við höfum vanalega gert e-ð smá á bóndadeginum og konudeginum :)
Held að ég geri ekki neitt=) Hef aldrei haldið uppá þennan dag.
Bætt við 14. febrúar 2007 - 06:52 Eða frekar svona; Ég held að ég gefi kærastanum ekki neitt=) - Nema þegar bóndadagur var, þá var ég veik og gat ekki gefið honum neitt. Bæti honum það bara upp:Þ
Ég gaf nú greyinu mínu ekkert.. Nema bara knús og kossa.
En hann er svo yndislegur, sótti mig úr skólanum og ég var eitthvað nett pirruð út í hann (minnir mig, var allavega pínu pirruð) Svo allt í einu dregur hann upp eina rauða rós, og þá bráðnaði maður alveg. Bara sætt :)
Fínasta trikk.. ef gellan er pirruð út í þig eða e-ð þá bara að gera eitthvað ofur rómó.. það virkar. Allavega hefur það virkað á mig heh. :P
Bætt við 21. febrúar 2007 - 01:00
Annars finnst okkur samt valentínusardagurinn frekar cheesy og of amerískur. Hann notaði bara tækifærið þarna.. var ekki mikið að pæla í tímasetningu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..