Það er engin leið til að vita það. Ekki frekar en maður getur vitað að maður sé geðveikur.
En maður getur giskað;
“hm.. Er ég ástfanginn eða er þetta bara sjúkleg þráhyggja?”
“Ég held að ég sé ástfanginn og ég ætla að senda Madonnu fleiri ástarbréf, og reyna að komast yfir notaðar nærbuxur af henni.”
Þau sem koma með þessa leiðinlegu klisju; “þegar þú verður ástfangin, þá veistu það,” vita ekki neitt.
Það eru fáir sem eru jafn sannfærðir um eigið geðheilbrigði og þeir sem eru snargeðveikir.