það koma alltaf upp tímabil í samböndum þar sem fólk er missátt, þetta er þvílík samvinna og ef hún gengur illa er ekki von að einhver leiði komi í sambandið.
En ég held að með smá þroska, ást og lífsgleði sé auðveldlega hægt að koma í veg fyrir svona lægðir að miklu leiti. Ég er á því að undir svona vanlíðan og lægð lyggi alltaf eitthvað, það er alltaf einhver ástæða,nema ef maður er að ganga í gegnum erfitt tímabil og vandamálið í raun bara í hausnum á manni sjálfum. Þá er bara að fá smá frí( ekki sambandspásu) bara hittast minna, fara og gera eitthvað einn með sjálfum sér og átta sig á hlutunum.
Ef vandamálið er beggja megin er einfaldlega bara að tala um það, gera hluti saman sem tengir parið upp á nýtt. Það þarf oft ekki mikið annað en spjall um bara ekki neitt. Alltof sjaldan sem pör tala saman bara af því það er gaman. Talar því það þarf þess og um hluti sem verður að tala en mér finnst ekkert eins gott og að kúra í myrkrinu rétt fyrir svefn og tala við kallinn um það hvað við ættum að gera í sumar eða hvort við ættum að gera eitthvað í íbúðinni. Bara spjall um allt og ekkert.
oft geta vandamál innan sambands verið af utan að komandi ástæðum. Peningavandræði, vinna, vinir og annað slíkt sem fólk á erfitt að losa sig við.
Ef samband er gott þá er ég á því að maður egi að halda í það. Það er ekki til það samband sem ekki hefur vandamál.
Þetta snýst ekki um það hvort sambandið sé vandamálalaust. Heldur er það gott samband ef aðilar ná að leysa þann vanda er að höndum ber, það sýnir hvort sambandið sé sterkt eða ekki.
En það er eðlilegt að hugsa: er ég að gera rétt? vil ég þetta? og svo framvegis ef sambandið er kannski að komast á annað stig og alvarleiki komin í málið. Þá er bara um að gera að láta hræðsluna ekki buga sig:)