Heiðrún mín, ég hef aldrei skilið fólk sem er að ana út í það að binda sig á ungaaldri. Þú ert að verða tvítug og hefur sjaldan verið í “góðu sambandi” (ef einhverju), en það þýðir ekki endilega að þú eigir “aldrei eftir að verða við mann nefnd”, þar sem þú átt allt lífið framundan. Þú ert ung núna og á miðað við undanfarna þræði eftir þig, ertu komin út í svolítinn örvæntingarpakka en það veit ekki á gott þegar ást er annars vegar. Það ert ekki þú sem finnur hinn rétta, heldur er það hinn rétti sem finnur þig.
Ég hef verið í nokkrum samböndum, bæði góðum og slæmum, og hef í öll þau skipti talið mig vera búinn að finna þá réttu. En í öll þessi skipti hef ég haft rangt fyrir mér. Ég er m.a.s. alveg hættur að trúa því að það sé til einhver einn fullkominn maki fyrir hvern og einn. Ég er samt ekki búinn að missa vonina, þar sem á endanum finn ég einhverja sem ég á eftir að enda með út allt mitt líf. Það á bara eftir að gerast.
Í dag anda ég bara rólega og lifi bara einn dag í einu og veit að á endanum mun ég enda hamingjusamlega giftur, þó ég sé ekkert að flýta mér að ná því takmarki.
Gaui