jæja, ég bjóst ekki við því að þurfa einhvern tímann að skrifa hérna, en núna er komið að því.
Við kærastinn minn hættum saman fyrir viku síðan, þá búin að vera saman í rúm 4 ár og þar af trúlofuð í 2.
Við vorum búin að vera í fjarsambandi meira og minna allan þennan tíma, nema á sumrin, og þegar var frí í skólanum hjá mér. Ég sem sagt er í háskólanámi í Reykjavík en hann er í vinnu út á landi í bænum sem ég kem frá. Við hittumst þó alltaf reglulega yfirveturinn, hérumbil alltaf aðra hverja helgi. En nú var svo komið að hann var orðinn leiður á þessu fjarsambandi og fannst við hafa þroskast í sitthvora áttina og vildi breytingar. Við sáum svo eftir langt samtal að best sé að hætta saman, yrðum sennilega ánægðari í sitthvoru lagi.
Á þessari viku sem er liðin hef ég saknað hans og sambandsins mikið, en er samt nokkuð viss um að þetta sé rétt ákvörðun sem við tókum, það er samt svo sárt, ég elska hann og allt sem við erum búin að upplifa saman einhvern veginn “verið til einskis”. Það togast á í mér margar tilfinningar, ein þeirra sú að vera “ánægð” með að vera frjáls, þurfa ekki að taka tillit til einhvers annars og geta bara gert hvað sem er eftir háskóla, þess vegna farið til útlanda í frekara nám. En á sama tíma skelfir sú tilhugsun mig að ég mun vera ein, alein, og þess vegna líður mér illa.
Svo það að ég var farin að búast við að stofna fjölskyldu, bara á næstu árum, giftast og eignast börn. Og nú er sá draumur fokinn út um gluggann í bili…
Æ, ég þurfti bara að koma þessu frá mér og vonandi fá einhver uppbyggileg ráð um hvernig er best að jafna sig.