Sæll BaraBenni.
Ég myndi ráðleggja henni eitt af tveimur valmöguleikum.
1. Láta ekkert eins og í hafi skorist (s.s. ef hún vill ekki “áframhald” á þeirri þróun þeirra á milli).
2. Spjalla eðilega við hann, en vera hress og kammó, brosa, hlægja og sýna honum mikla athygli.
Ef hún vill sjá framhald á þeim aðstæðum, þá er best fyrir hana að fara eftir ráði nr. 2. Strákar sem hafa áhuga þurfa oftast ekkert annað heldur en smá “pep-up” frá stúlkunni til þess að sýna áframhaldandi áhuga. Strákarnir þurfa oft að byggja upp kjarkinn til þess að hrinda af stað áframhaldi, og með því að sýna honum mikinn áhuga og athygli, þá mun hann finna að hún er einnig “til” í slíkt hið sama. Það mun gera það að verkum að sjálfstraust hans fær oftast það sem það þurfti til þess að láta vaða.
Ég myndi einnig ráðleggja henni sem falda möguleika nr. 3 að taka fyrstu skrefin sjálf, en þar sem þú segir að hún sé þetta feimin, þá geri ég mér grein fyrir því að slíkt mun eflaust ekki eiga sér stað.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 4. febrúar 2007 - 19:59
*Láta eins og ekkert hafi í skorist