Alein svo brothætt,
ein útí kulda.
dregur upp sígó,
með andlitið hulda.
tár vot í augunum
hvað hef ég gert mér.
og hugsar í hjarta sér
ég vild’ ég gæti sagt þér.
sársauki innan við
rífur inn að hjarta.
en hún vill ekki sitja hér,
og væla og kvarta.

Refsar þá sjálfri sér,
þett’er allt þér að kenna.
krotar niður kveðjubréf
með tárum og penna.
hún saknar þeirra heitast
sem ekki það vita.
þeirra sem lifa
í hlíju og hita.

í feluleik alla daga,
kallast varla líf.
en komin með grímu,
einskonar varnar hlíf.
Vill ekki væla,
það er boðið og bannað.
Færi bara sorgina
yfir í annað.
Hnífur og pillur,
áfengi og rettan mín.
æj hvað það særir
að stara í augun þín.

-
“ánetjast ruglinu,
lengra og lengra,
ég verð verri og verri ,
og ljósið mitt þrengra,
lífið að fjara út,
þekkir ekki sjálfa sig,
reynir að laga það,
bæta það við og við.
en þegar ég reyni,
og láta þig vita.
brosiru svo blíðlega,
og ég brotna í bita.”



Nú er kominn tími,
að far’úr þessum heimi.
meiði sjálfa mig,
og öllu ég gleymi.
Tár vot í augunum,
hugsa um ykkur.
blóðstraumurinn stöðugur,
rauður og þykkur.
leggst oní vatnið,
kalt innað beini.
sakn’ykkar strax,
en e´g reyni og reyni.
Gefst síðan upp,
ligg andvak’um nætur.
langar ekki að vakna,
langar ekk’já fætur.

En svo geng ég til ykkar,
segi frá mér.
missi lífsviljan,
er ég horfði í augun á þér.
”hver ertu, ég skil ekki”
les ég úr þeim.
afhverju passa ég
baraekki inní þennan heim?
með glerbrotum og veseni
í sundur ég mig tætti.
væli og kjökra,
opna augun og hætti.
Hausinn svo þungur,
höndla ekki sjálfa mig .
til að komast heim,
þarf að stiðja mig viðþig.

En úr niðurníðslu og þunglindi.
vinir mínir báru mig.
var komin á ljótan stað
sem á-allir þurfa að vara sig.
en með útskornar hendurnar
og vel sýnilegum áverkum.
mun ég ekki gleyma,
þessum ólísanlegu minningum.
ekki halla þér að veggnum
þegar hann getur vel brotnað.
hallaðu þér að vini,
sem aldrei hefur bognað .

-
“ánetjast ruglinu,
lengra og lengra,
ég verð verri og verri ,
og ljósið mitt þrengra,
lífið að fjara út,
þekkir ekki sjálfa sig,
reynir að laga það,
bæta það við og við.
en þegar ég reyni,
og láta þig vita.
brosiru svo blíðlega,
og ég brotna í bita.”