Sæl bebebe.
Á þínum aldri, s.s. unglingsaldrinum, þá er fólk að reyna að “finna sjálft sig”, s.s. að læra á sjálfan sig, langanir sínar, sjálfstraust, öryggi, stöðu í samfélaginu, stöðu í vinahópnum, framtíðaráætlanir og fjöldan allan af öðrum þáttum.
Þessi “leit að sjálfum sér” gerir það að verki að flestir eru með persónuleika “á reiki”, sem á það til að brjóta fram öfgakenndar stereótýpur í framkomu unglinga, s.s. “hörðu töffarana” sem hössla, slást, eru með stæla, koma ílla fram við stúlkur o.s.frv. eða “rólegu mjúku týpurnar” sem hafa ákveðna minnimáttarkennd í garð “svölu strákanna” (mundu að karlmenn eru þannig frá náttúrunni að vera í samkeppni við hvorn annan, og á meðan einhverjar stúlkur falla harkalega fyrir “töffurunum” og þá oftast þær sem eru “svalar” sjálfar (oftar en ekki vegna þess að þær eru vinsælar og fallegar og njóta mikilla vinsælda og athygli) þá munu þeir strákar sem hafa ekki þá “hörku” sem til þarf þjást af undirliggjandi minnimáttarkennd) og eru þess vegna oft ekki mikill “fengur” í augum kvenna, því sterkt og gott sjálfstraust er eitt það mest heillandi í fari einstaklinga, og þá sérstaklega í augum kvenna þegar þær leita sér að karlkyns maka.
Áður en strákar (þar sem umræddur korkur er að tala um karlkynið, þá mun ég halda mig við það) ná að réttlega blanda saman “mjúku og góðu” hliðinni sem og “sterku & svölu” hliðinni þannig að úr komi heillandi, góður og sjálfsöruggur strákur sem stúlkur eiga almennt til með að heillast af, þá þarf umræddur strákur að upplifa og gera sér grein fyrir ýmsum hlutum; hlutum sem vanalega tekur hann langmestan part af unglingsárunum til þess að gera sér grein fyrir.
Þetta er að mínu mati einmitt ástæðan fyrir því að ungar stúlkur eiga svo oft til með að byrja með eldri strákum, því þeir eru oft “búnir að finna sig.” (hér á ég einungis við eldri stráka sem eru ekki að “hössla” yngri stúlkur bara vegna þess að það er einfalt svo að það sé léttara að nota þær, heldur eldri drengi sem gera sér grein fyrir hversu afstæður aldur virkilega er og setja hann þessvegna ekki fyrir sig þegar kemur að makavali).
Með þessu öllu er ég ekki að segja: “hey, slepptu strákum á þínum aldri og veldu þér þá eldri,” heldur einungis að útskýra fyrir þér þessa “ýktu hegðun” yngri drengja í aðra hvora áttina, og í leiðinni að útskýra hversu algengt það er að stúlkur vilji drengi sem eru eldri en þær (og oft mikið eldri).
Við höfum öll heyrt: “stúlkur eru þroskaðari en strákar á unglingsaldrinum” og einnig (frá stúlkum á unglingsaldrinum) “ég þoli ekki jafnaldra mína, þeir eru svo óþroskaðir”. Þessi “óþroski” er að mínu mati engin “vanþroski” sem slíkur, heldur einungis eðlisbær barátta stráka sín á milli (í raun um “Alpha Male Dominance” sem er eitthvað sem ekki einu sinni mannkynið fékk að sleppa við :), sem og vöntun á “stabíllí” sjálfsmynd.
Þegar strákar “finna sig” með aldrinum, róast, og samkeppnin fer að snúast um önnur og stærri gildi en þau sem ríkja á unglingsaldrinum, þá einnig verða þeir mun meira heillandi í augum stúlkna og breytast í þessa “ideal” maka, margir hverjir.
En svona til gamans, ef við höldum áfram að horfa á þetta útfrá þróunarsjónarmiði, þá má einnig til gamans geta að samkv. þróunarkenningum mörgum hverjum þá eru þið stúlkurnar að sumu leyti að leitast eftir “Alpha Male” til þess að eignast afkvæmi með, þar sem það er sterkasta karldýrið í hjörðinni sem er sá sem ríkir í heimi náttúrunnar ;)
En það sem gerist svo, er það að “æðri hugsun” mannskepnunnar tekur við, og stúlkur jafn sem strákar gera sér grein fyrir því að “Alpha Male” gildin sem eru okkur í blóð borin eru ekkert sérstaklega sterk til framtíðar í háþróuðu samfélagi mannskepnunnar.
Þetta varð aðeins háfleygara en ég ætlaði mér, en ég vona að þú hafir samt haft eitthvað gagn, jafnvel gaman af þessum lestri :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli.
E.s - er að flýta mér þannig að stafsetningar- og málfræðivillur verða að fá að vera óáreittar í þetta skipti.
Bætt við 6. febrúar 2007 - 17:53
Ég vildi bara rétt bæta við að þetta er engin alhæfing. Það eru auðvitað til undantekningar á þessu öllu (s.s. góðir, skemmtilegir og sjálfsöruggir karlmenn, jafnt sem kvenmenn, sem eru góður fengur), en þær eru mun færri en margir í makaleit myndu vilja á þessum aldri.
Hér var ég einungis að vitna til fjöldans.