Var að hlusta á 06.06.06 tónleika diskinn hans Bubba fyrr í kvöld og heyrði þetta dásemdar lag sem við vorum vön að syngja hástöfum með í bíltúrunum okkar og ég ákvað að skrifa það upp eftir minni. Held að þetta sé nokkuð rétt svona en ég studdist ekki við texta, en ég hlustaði á lagið tvisvar sinnum áður en ég skrifaði þetta upp.



Snertu mig, snertu mig einu sinni enn.
Snertu mig aftur ég er á förum senn.
Munnur minn þurr, augun blind.
Mig vantar skjól fyrir þreytta synd.
Safna kjarki, nýjum þrótt.
Örlög mín fara fyrir rétti í nótt.

Ég hyl sjálfan mig, forðast skugga.
Dauð blóm þarf ekki að hugga.
Vó, segðu mér, já segðu mér
Er hægt að lækna brotið hjarta?

Segðu mér, segðu mér, einu sinni enn
Frá bálinu sem logaði, rýkur úr því enn?
Löngunin horfin, orðið kalt tómt.
Rödd þín hefur fengið nýjan hljóm.
Ég verð að safna kjarki, nýjum þrótt,
því örlög mín fara fyrir rétti í nótt.

Ég hyl sjálfan mig, forðast skugga.
Dauð blóm þarf ekki að hugga.
Vó, segðu mér, já segðu mér
Er hægt að lækna brotið hjarta?

Ég hyl sjálfan mig, forðast skugga.
Dauð blóm þarf ekki að hugga.
Vó, segðu mér, já segðu mér
Er hægt að lækna brotið hjarta?

Kysstu mig, kysstu mig, kysstu mig enn,
kysstu mig ég er á förum, förum senn.
Ekki segja nei, ég sé hvernig þú ert.
Ég veit hvernig þú horfir á mig.
Ég verð að safna kjarki, nýjum þrótt.
Því örlög mín voru ráðin í nótt!

Ég hyl sjálfan mig, forðast skugga.
Dauð blóm þarf ekki að hugga.
Vó, segðu mér, já segðu mér
Er hægt að lækna brotið hjarta?

Ég hyl sjálfan mig, forðast skugga.
Dauð blóm þarf ekki að hugga.
Vó, segðu mér, já segðu mér
Er hægt að lækna brotið hjarta?

Voooóóó….



Góð en erfið minning sem þetta lag minnir á núna á þessu augnabliki.