Sæll, tele.
Ég veit hvernig þér líður. Þetta virðist voða auðvelt þegar maður er ekki gerandinn í þessu en svo þegar maður er kominn í þá stöðu, horfir málið allt öðruvísi við. Einnig spilar svo margt inn í og er feimni og vandræðaleiki stór partur af því.
Maður vill ekki lenda í þeirri stöðu að vera hafnað, þar sem ef manni er hafnað verður ykkar nærvera, ásamt samskiptum, vandræðaleg þangað til yfir líkur. Og það vill maður ekki.
Ég lenti í svipaðri stöðu og þú núna um daginn. Það er ein stelpa sem ég hafði margsinnis séð í skólanum og laðaðist ég að henni á einhvern hátt. Ekki einungis vegna útlits, heldur vegna þess hversu lífsglöð og hress hún er alltaf hreint. Ég samdi m.a.s. ljóð um hana sem ég sendi hér inn undir nafninu
„Dularfull stúlka“.
Ég er náttúrulega þessi feimna týpa þannig ég gat ekki hlaupið í það auðveldlega að tala bara við hana, þannig ég fór á vef nemendafélagsins hjá skólanum okkar og fann símanúmerið hennar og sendi henni lítið saklaust sms og sagði henni hvernig mér liði. Í byrjun var hún voða forvitin og vildi fá að vita hver ég væri en svo þegar ég sagði henni hver ég væri sagðist hún eiga kærasta. Allt í góðu. Ég talaði ekkert meira við hana eftir það.
Í dag erum við saman í tíma en ég læt það ekki á mig fá og tek þessu bara með ró. Ég rakst á kærastann hennar um daginn á djamminu (eða hann rakst nú frekar á mig) og skildum við í góðu. Enda hætti ég að tala við hana um leið og hún nefndi að hún ætti kærasta. Ég var ekki að sitja um hana (e. stalk), uppáþrengjandi við hana eða neitt. Lét hana bara í friði eftir að hún sagðist eiga kærasta.
En tilgangurinn með öllu þessu rausi þá meina ég bara eitt: Kýldu bara á það! Maður fær heldur ekkert ef maður reynir ekki, ekki satt?
Stelpur myndu í fæstum tilvikum sýna áhuga á þér ef þú sýndir ekki áhuga á þeim í byrjun, þannig þú færir á mis við að kynnast helling af stelpum. Ef þér finnst óþægilegt að tala við hana í persónu, gerðu þá bara eins og ég og sendu henni sms. Ef áhuginn er ekki fyrir hendi, talist þið ekki meira við, svipað og ef þú hefðir aldrei sent sms'ið. Þannig hverju breytir það?
Þannig kýldu bara á það! :)
Kær kveðja,
Gaui Intenz