Ég sendi inn grein hérna fyrir sirka mánuði..

http://www.hugi.is/romantik/threads.php?page=view&contentId=4375120

Fékk mörg góð svör. En núna mundi ég vilja álit ykkar á því hvernig sambandið hjá mér og henni er núna. Hún vildi sem sagt að við værum áfram vinir ef það væri hægt, og ég vildi og vil auðvitað ekki missa hana alveg, búinn að missa hana sem kærustu og vil ekki missa hana sem vin líka. En auðvitað tók það tíma að jafna sig á þessu öllu og svona (var samt auðveldara en ég bjóst við) og núna er eins og allt sé í lagi. En núna vil ég álit ykkar, finnst ykkur að ég hafi gert mistök með því að vera áfram vinur hennar? Ef svo er, hvað átti ég að gera annað?