Sæll Stec.
Að segja að þú hafir gert mistök með því að vera áfram vinur hennar er ekki beinlínis hægt, því vinátta við manneskju sem hefur ekki gert þér beint mein er sjaldnast hægt að flokka á eins einfaldan hátt.
Hinsvegar, ef spurningin er hvað er best fyrir þig og hvernig þú átt eftir að jafna þig hvað best og halda áfram með líf þitt, þá myndi ég telja að þú þurfir að minnsta kosti langt hlé frá vináttu hennar.
Sambandsslit líkt og þessi geta verið manni gífurlega erfið, sérstaklega þegar maður er ekki sá sem átti upptökin af þeim. Til þess að geta látið sárin gróa, þá verða þau að fá frið, sem þau gera oftast ekki þegar stöðugt samband við fyrrverandi er til staðar. Ég er ekki að segja að þú þurfir að loka hana út úr lífi þínu til framtíðar, heldur að það sé sniðugt fyrir þig að klippa á samskipti í talsverðan tíma, allavega svona c.a. hálft ár til ár. Ef þú telur þig vera nægilega sterkan eftir þann tíma, þá geturu svosem haft samband aftur ef það að vera vinur hennar er ennþá mikilvægt í þínum augum.
Ein af helstu ástæðunum fyrir því að maður þarf að klippa á samskipti við sinn fyrrverandi er til þess að að fá yfirsýn yfir sambandið sem var að enda. Yfirsýn er nauðsynleg til þess að geta velt vöngum yfir þeim hlutum sem áttu sér stað, hvað hefði mátt fara betur o.s.frv. Einnig mun yfirsýn vera nauðsynleg til þess að geta loks tekið skrefin í átt til framtíðar (s.s. jafna sig og halda áfram með líf sitt).
Ég legg til að þú lesir þessa grein er ég skrifaði:
Um ástarsorghttp://www.hugi.is/romantik/providers.php?page=view&contentId=4332448Þar fyrir innan eru ýmsir hlutir sem gætu eflaust aðstoðað þig til að gera þér grein fyrir því hvernig best er að taka þau skref sem þú þarft að taka til þess að geta jafnað þig og til að geta “haldið áfram með líf þitt”.
Ég vona að þetta gangi vel hjá þér og að þú sjáir fram á leið til þess að láta sárin loks gróa að fullu.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli