Þannig er mál með vexti að ég var á djamminu um helgina eins og svo oft áður. Ég er með félaga mínum og er að dansa við einhverja stelpu, ég nenni ekki að vera þarna lengur og spyr stelpuna um númerið hennar og gef svo mitt númer(þá hafði ég kannski dansað við hana í 5min) og svo ætlaði ég bara að fara.
Enn svo þróast málin öðruvísi og ég byrja eitthvað að kyssa hana, félagi minn byrjar svo að dansa við vinkonu hennar o.s.frv. Við endum með að vera lengur á staðnum og við tveir félagarnir förum með stelpunum. Anyways þá förum við á milli staða og setjum svo niður á einum barnum og spjöllum saman í svona 2 tíma eða svo. Það var alveg greinilegt á augunum hennar, brosinu og likamstjáningunni að henni leist mjög vel á mig. Ég meira segja spurði hana hvort hún væri ekki til í að kíkja í bíó með mér daginn eftir og hún var meira enn til.
Jæja svo er haldið heim. Daginn eftir þá ákveð ég að hringja í hana og þá kemur bara karlmannsrödd í símann. Mér finnst líklegt að hún hafi gefið mér rangt númer vegna þess að ég hafði þá bara dansað við hana í smátíma og sennilega fengið rétta númerið hefði ég beðið um það í lok kvöldsins.
Þá kemur spurningin mín, hún er með mitt númer enn ég get auðveldlega fundið út númerið hennar vegna þess að ég veit nafnið hennar og í hvaða skóla hún er. Er það rangt og “creepy” að leita númerið uppi og hringja í hana, eða á ég bara að bíða og sjá hað gerist. Hún er með mitt númer, hún veit að hún gaf fake númer. Hvað skal gera ?