Sko þannig er mál með vexti að ég kynntist stelpu fyrir rúmu ári síðan. Við vorum og erum rosalega ástfangin og elskum hvort annað mjög mikið og meira segja byrjuð að plana framtíðina saman.
Ég hef alltaf verið svoddan aumingji og mömmustrákur og tja stundum get ég verið smá (mikil) drama-drottning. Ég læt alltof marga hluti skjóta mig í hjartað og oft og mörgum sinnum líður mér illa. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og huggar mig alltaf og gerir alltaf allt betra. Auðvitað á hún sín vandamál og þá hjálpa ég henni auðvitað líka. þetta snýst ekkert bara um mig, it takes two to be in a relationship.
En ég ætla allavega að tala um mig. Sko það kemur oft fyrir að ég segi óvart eitthvað sem særir hana pínu lítið og ég auðvitað biðst afsökunar, málið er að þetta gerist svo oft og líka þegar ég rekst í hana eða eitthvað og hún meiðir sig þá segi ég alltaf ‘sorry’ eða ‘fyrirgefðu’ einsog gengur og gerist.
Málið er að þegar ég er búin að því þá líður mér samt illa og fer að láta einsog algjör smákrakki og hún er orðin verulega þreytt á því.
Ok við höfum oft rætt saman um þetta (nú er ég bara að tala um mig, auðvitað gerir hún mistök líka) Og ég reyni að bæta mig. Það gengur vel fyrsta daginn, dagur tvö er líka allt í lagi, þriðji er svona lala, fjórði fer versnandi og fimmti þá er ég komin aftur í sama horf.
Lítil aumingi of mömmustrákur. úff það er erfitt að vera ég.
Ég reyni alltaf að tengja þetta við að ég var lagður í einelti (af öllum bekknum mínum og hinum líka) þegar ég var lítill og bestu vinir mínir sviku mig þannig að mamma og pabbi fluttu og ég var 3 ár að aðlagast því og átti enga vini.
En er það rétt að tengja það við þetta? Á maður ekki bara að gleyma fortíðinni?
Ég á bara rosalega erfitt með að hafa stjórn á mér :/ annað sem ég get tilgangsleysilega tengt við það er að ég er með Tourette, Athygglisbrest og ofvirkni (já ég er fucking insane stundum)
En svo er líka að við byrjuðum að stunda kynlíf þegar við höfðum verið saman í svona 1-2 mánuði. Hún segir að ég hafi verið rosalega skemmtilegur þá (ekki það að henni fynnist ég eitthvað leiðinlegur(ég get samt stundum verið það))
en eftir að við byrjuðum að stunda kynlíf þá er ég svoldið mikið ‘í henni’, semsagt þegar við kannski hittumst þá í staðin fyrir að taka utan um hana þá fer ein höndin á brjóstið á henni og hin á rassin, Sem er kannski eðlilegt fyrir stráka en ég auðvitað hem mig ef hún biður mig um það (en hún er bara svo rosalega hot :þ hehe)
En er ég eitthvað geðveikur? þetta er farið að vera frekar mikið vandamál því að ég þori varla að tala við hana lengur því ég gæti sagt eitthvað vitlaust og ég þori varla lengur að biðjast afsökunar því ég geri það og oft og það nánast sker í eyrunum hennar alltaf þegar ég geri það
Takk fyrir mig
Kv. Hinn Ömurlegi Kærasti.com
Engin skítköst takk
Bætt við 11. janúar 2007 - 23:09
ó já og eitt enn, ég var rosalega mikið þunglyndur og er það pínu ennþá…
So does your face!