Aldursmunurinn sem slíkur skiptir ekki miklu máli, en “grunnaldur” gerir það að vissu leyti að mínu mati, ef svo má að orði komast
Ladybird var 18 ára þegar við byrjuðum saman og var búin að vera í tvö ár í sambandi. Þetta gerir hana bæði að fullvaxta manneskju lagalega séð, sem og reynda í samskiptum kynjanna og virka sem kynveru.
Ég og hún höfðum talað saman í langan tíma áður en við byrjuðum saman um allt og ekkert og vissi ég þess vegna að hún var mjög þroskuð andlega meðað við sinn aldur og ég heillaðist af henni og persónuleika hennar.
Þar sem hún var orðin fullvaxa mannneskja að því leyti að hún hafði bæði ýtarlega reynslu af öllum þáttum í samskiptum kynjanna sem og þroskaða lífsmynd að mínu mati, þá sá ég ekkert til fyrirstöðu í að kynnast henni nánar, þrátt fyrir 7 ára aldursmuninn okkar á milli.
Sú ákvörðun mín reyndist líka vera rétt, því við eigum alveg einstaklega vel saman og erum mjög hamingjusöm og ástfanginn :)
Hvort aldursmunur skipti máli eða ekki er oftast gífurlega persónu- og aðstæðubundið að mínu mati. Það er þá sérstaklega ef annar einstakinguriinn er mjög ungur og óþroskaður þegar kemur að lífsreynslu og sambandsreynslu og hinn er það ekki, s.s. eldri og mikið reyndari. Sú blanda á það til að vera eldfim vegna mismunandi skoðana á lífinu hjá sitthvorum einstaklingum.
En allavega, þá erum við glöð og sátt og eigum í virkilega góðu sambandi :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli