Þannig er það að ég var byrjaður að vona að tilfinningar mínar andlega væru að lifna við og þær voru á góðri leið, en eitthvað hefur gerst og núna finn ég að þær eru að deyja, ég er aftur hættur að finna fyrir öllu, ég hef þrátt fyrir það ennþá tilfinningar fyrir kærustunni minni, en ég finn að þær hafi dofnað. Ég vil ekki fara frá henni, hún er sú eina sem hefur nokurntíman sýnt að ég er henni allt, þetta hefur einginn sínt mér áður og þess vegna vil ég ekki missa hana. Ég vil heldur ekki gera henni það að fara frá henni og ætla ég að gera allt sem ég get til að halda þessu sambandi sterku og gangandi. Ég á samt eftir að ræða þetta við hana en stefni ég á að nefna þetta við hana um helgina, þar sem hún býr í bænum, en ég á selfossi svo eini tíminn sem ég hef til að hitta hana er um helgar.
Ég er ekki að biðja ykkur um samúð eða ráð, ég vildi bara koma þessu frá mér. Ef þið hafið eitthvað um þetta að segja, endilega kommentið, en vinsamlegast ekki koma með skítkast, því ég bara hef ekki tíma til að “deala” við það núna, þetta hefur verið MJÖG erfið vika og hún er rétt að byrja, svo gerið mér þann greiða að sleppa öllu skítkasti :)
takk fyrir mig
Kv. Shizzel
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*