Hvað meinarðu með blossinn? Því maður verður ekki með fiðring í maganum út ævina með sömu manneskjunni.
Er manneskjan byrjuð að fara í taugarnar á þér?
Er kynlífið lélegt og innihaldslaust?
Kjósið þið frekar félagsskap annars en hvors annars?
Ætlist þið til of mikillar spennu eins og var í upphafi sambandsins?
Lykillinn að góðu sambandi er að láta breytingar ekki valta mann niður. Ekki halda að þið verðið alltaf funheit og takið glaðlega á móti traustinu og væntumþykjunni sem dýpkar með hverjum deginum. Horfið á næsta hamingjusama par sem þið þekkið af eldri kynslóðinni, foreldra, ömmur og afa, etc. Þau eru ekki alltaf að sleikja úfinn hvort í öðru, en virðast þau ekki hamingjusöm? Treystu mér, þótt þið séuð ekki enn í skýjunum þýðir ekki að sambandið sé að fara til fjandans.
Hættið að hafa áhyggjur og talið um vandann, án alls leikaraskaps. Þið verðið að vera fullkomnlega heiðarleg og opin, annars mun sambandið aldrei ganga upp.