Ef þú treystir honum þá þarf fyrsta skiptið ekki að vera neitt svakalega vont. Ef þú talar við hann um að hann verði að hlíða öllum skipunum frá þér (“hættu”, “bíddu”, “ókei, núna” eða eitthvað álíka) og treystir honum til að gera það þá er þetta rétti tíminn.
Auðvitað er svolítið skiljanlegt að hann verði þreyttur á að bíða ef hann er ekki að fá neitt kynlíf með þér (ekki einu sinni handa/munnmök) en ef hann er hrifinn af þér ætti hann frekar að ræða þetta við þig alvarlega en ekki hóta að fara.
Besta ráðið er bara að tala um þetta og takast á við það að fyrsta skiptið og hugsanlega nokkur skipti eftir verði kannski ekki góð, en ef þið gefið ykkur öll og treystið hvort öðru þá getur það orðið ótrúlega gefandi og líkamlega unaðslegt! Ef það er ekki eitthvað til að stefna að og yfirstíga hræðsluna fyrir þá veit ég ekki hvað!
Vertu bara ekki hrædd við að setja reglur sem þér finnast þægilegar til að byrja með. Ef hann virðir ekki þína óskir er hann hvort eð er ekki þess virði að halda.
Kynlíf er okkur bara svo náttúrulegt að náið samband án þess þegar maður er nýkominn af kynþroskaskeiðinu getur verið alveg óþolandi, hvort sem hann er góð sál eða ekki. Mundu bara að kynlíf á að vera skemmtilegt, gefandi og gaman, bæði fyrir hann og hana.
mmmmmmkynlíf……. *nær í kærastann*