Sæl Sykurelpi.
Tja, þú getur í raun svarað þessari spurningu með annarri: Eru allir strákar/karlmenn sem þú þekkir hálvitar? Líturu á strákavini þína sem hálvita? kunningja? o.fl. o.fl.
Ef svarið er nei, sem ég vona, þá sérðu að hvergi er sannleikskorn í þessu hjá vinkonu þinni, eða þá túlkun þinni á því sem hún hefur verið að segja þér :)
Það eru til margir “hálvitar”, svo við höldum nú áfram á sömu nótum, en langt frá því allir karlmenn eru hálvitar. Ég ætla að gerast djarfur og halda því fram að það séu til allmargir karlmenn sem eru virkilega góðir, ljúfir og yndislegir sem myndu aldrei halda framhjá, sem myndu koma vel fram við kærustuna sína og elska hana í gegnum sætt og súrt.
Að finna þann karlmann sem á við þig hinsvegar, er eitthvað sem mun mjög líklega taka tíma. Ef þú ert sífellt að lenda í slæmum strákum skaltu taka smá tíma í að skoða nánar hvernig karlmönnum þú ert að falla fyrir. Í þeirri innskoðun skaltu vera virkilega heiðarleg við sjálfa þig. Ef þú ert týpan sem ert dálítið fyrir “vondu strákana”, ef svo má að orði komast, verðuru að samþykkja það fyrir sjálfri þér og komast að niðurstöðu varðandi það efni, s.s. hvort þú samþykkir þann part af sjálfri þér eða hvort þú sért komin með nóg og tími sé til að breyta til.
Nú svo getur líka vel verið að þú hafir bara verið óheppin í vali þínu. Ef svo er, þá tel ég að þú þurfir engu að örvænta því einn daginn mun hinn eini rétti fyrir þig láta á sér bera. Mundu bara, að þegar maður er ungur og óreyndur, þá er tíminn mikill vinur manns. Taktu barnaspor í samskiptum þínum við stráka, og þá eru líkurnar á því að eitthvað komi þér á óvart varðandi þann dreng mun minni. Rétta eðli flestra kemur í ljós eftir einhvern tíma. Þess vegna er tíminn manni oftast í hag, ef maður hefur þolinmæðina í að notast við hann.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 31. desember 2006 - 18:30
Sykurepli, afsakaðu :)