Ég er eiginlega ekki viss um að þetta flokkist beinlínis undir vandamál en mér leiddist og ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér í þónokkurn tíma og ákvað að það gæti nú varla skaðað að fá álit einhvers annars á málinu…

Málið er að ég er einhleypur, ekki það að ég kjósi það sérstaklega heldur hef ég eiginlega aldrei hitt neina stelpu sem hefur haft þannig áhuga á mér.

En nú var ég á balli um daginn og þar fór ég að tala við stelpu sem ég hef “þekkt” í mörg ár, á tímabili þegar ég var ennþá “lítill” í grunnskóla þá vorum við eitthvað byrjuð að “dúlla” okkur (ég nota orðið dúlla því ég einfaldlega veit ekki um neitt skárra orð), en síðan varð ekkert úr því.

Svo byrjuðum við að spjalla saman þarna á ballinu, og við töluðum saman eiginlega allt ballið eins og við höfðum aldrei gert neitt annað. Svo var ballið bara búið og þá komu vinkonur hennar og eiginlega tóku hana með sér eitthvað og ég fór með mínum vinum eitthvað í burtu, og þar með var það búið.

Enívei, málið er það að ég hef verið secretly hrifinn af þessari stelpu í mörg ár þó ég hafi aldrei gert neitt í því. En ég er ekkert endilega viss um að hún sé hrifin af mér þó svo að þetta kvöld hafi gefið mér að minnsta kosti hugmynd um það að hún hafi allavega bógan áhuga á mér til þess að spjalla við mig heilt kvöld…

Spurning mín er hinsvegar sú…
Ætti ég að gera eitthvað í málinu?
Ég verð að játa það að ég er eitt mesta chicken sem ég veit um
þegar að það kemur að svona málum og ég roðna yfirleitt bara eins og
tómatur þegar reyni eitthvað. En verð ég ekki að reyna?
Enginn verður óbarinn biskup er það?

Eins og ég segi er ég eiginlega ekki viss um að þetta sé vandamál en það var allavega gott að skrifa þetta niður, og jafnvel segja einhverjum öðrum frá þessu.

með fyrirfram þökk fyrir alla aðstoð.

piperatgates