Sæl Sykurepli.
Ég er að parti sammála þeim sem á undan skrifuðu, s.s. að gott sé a spurja hann, hinsvegar þá tel ég að það sé ekki nægilega örugg leið til þess að fá það á hreint hverjar hans raunverulegu ætlanir með þig eru, þar sem það stoppar hann ekkert í því að segja þér nákvæmlega það sem hann telur þig vilja vita og fátt annað.
Í raun er bara ein góð leið til þess að fá það á hreint hvort einhver sé einfaldlega að reyna að sofa hjá manni bara til þess að fá kynlíf og svo til þess að segja bless, og það er að bíða með kynlífið.
Með unga stráka myndi ég segja að þetta sé það besta sem þú getur gert. Með hormónaflæðið á fullu, og alla “playerana” á þessum aldri sem vilja kynnast sem flestu á sem styðstum tíma, þá er þetta besta leiðin til þess að komast að því hverjar hans raunverulegu ætlanir eru, því sama hversu smeðjulegir og elskulegir þeir geta verið bara til þess að fá kynlíf, þá eru þeir allir frekar óþolinmóðir að bíða eftir því, og þeirra rétta eðli mun að lokum koma fram.
Einnig ráðlegg ég þér að brúka þinn innri sálfræðing. Fylgstu vel með atferli hans og ætlunum og hvað það er sem hann virkilega nýtur að gera með þér. Er hann ávallt að reyna að fá þig úr buxunum eða er hann með “heilbrigða” löngun í kynlíf (gengið útfrá því að þið hafið nú þegar sofið saman)? Nýtur hann að gera hitt og þetta með þér og þarf kvöldið ekki alltaf að enda á kynlífi? Er hann alltaf svalur á því eða færðu að sjá þá hlið á honum sem þú telur einlæga og full tilfinninga?
Beittu þeir afstæðu hugsun sem guð gaf þér og þú munnt geta lesið meira í hann heldur en þú trúir. Strákar sem eru á eftir kynlífi aðallega hafa það í raun skrifað utaná sér ef þú kannt að lesa það.
En það sem þú þarft aðallega að varast er að leyfa ekki tilfinningum þínum í hans garð, sérstaklega ef þær eru sterkar og “ekta” að lita (hafa áhrif á) hvernig þú lest hann og ætlanir hans.
Ef þú villt máttu hafa samband við mig og ég skal hjálpa þér eftir bestu getu að lesa hann og atferli hans.
Gangi þér vel og farðu varlega :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 26. desember 2006 - 23:11
Afsakið stafsetningarvillur, lyklaborðið sem ég skrifa þetta á er hryllingur.
Já ég hef svona verið að spá í þessu. Sko ég hef ekki sofið hjá honum svo það sé á hreinu. En ég kynntist honum í partýi og kyssti hann og hann vildi alveg greinilega bara sofa hjá mér þá, en ég gerði það ekki.. en skiptumst á númerum og msnum. Við höfum spjallaði mikið eftir það en ég hef bara hitt hann einu sinni eftir það. Hann hafði spurt mig nokkrum sinnum hvort ég vilji hittast.
Ég held að hann vilji ekki samaband útaf því að ég er að fara til Danmörku í 5 mánuði.. en ég held hann myndi vilja það að öðru leyti. Þegar ég hitti hann seinast þá var hann ekki eins og hann vildi sofa hjá mér… við spjölluðum mikið saman bara og kúrðum og .. það var ég sem kyssti hann af fyrra bragði svo.. hehe:)
Allavega segir hann oft eitthvað svona.. “pff.. ertu að fara til Danmerkur.. pfff” hehe skondið dæmi, ég veit.
En já, málið er að ég kynntist einu sinni strák sem ég var að dúllast svona með, og hann spurði hvort ég vildi fara á annað stig, s.s. vera kærasta.. hann var mikið ágengur við mig eftir það s.s… eins og hann vildi komast yfir mig en eina sem hann gæti gert til að gera það væri að vera kærastinn minn. En ég hætti náttúrulega með honum fljótt og svaf ekki hjá honum.
En útaf þessari danmerkurferð minni.. þá held ég verði samt að hafa þetta á hold:S Ég vil ekki vera að festa hann eitthvað þegar ég er að fara svona út, þrátt fyrir að ég komi heim um páskana:)
0