Sæl Sykurepli, og gleðileg jól :)
Ég get sagt þér að hegðun hans er ekki réttlætanleg, og hann var að reyna við þig á meðan hann var með henni, án efa.
Núna les ég útúr textanum þínum að hann er ekki lengur með henni. En þá er kominn tími fyrir þig að spurja, ertu virkilega tilbúin að vera eitthvað að dúlla þér með strák sem er að reyna við þig á meðan hann átti kærustu. Afsakaðu orðalagið, en er hann ekki bara “ungur og graður” og hefur mest áhuga á að komast yfir þig, s.s. komast í nærbuxurnar þínar, bara til þess að fá svo leið og leita annað þegar því takmarki hefur verið náð?
Ég man ekki nákvæmlega hversu gömul þú ert, en mig minnir að þú sért í yngri kantinum, og strákar á þínum aldri eru gífurlega varasamir, jafnvel nokkrum árum eldri (ef gengið er út frá því að þú sért um 16 - 18 ára).
Ef þú ert virkilega hrifin af þessum gaur og ekki tilbúin að láta hann frá þér svo auðveldlega (s.s. það sem ég hef hér að segja verður ekki nægilega sterkt til þess að þú “látir ekki vaða” því hrifningin er það mikil, þá gerðu allavega eitt fyrir mig:
Taktu hann á teppið, og spurðu hann nákvæmlega að öllu því sem þú ert að velta fyrir þér hér, og vertu hörð við hann! Láttu hann ekki komast upp með neitt smeðjulegt svar og láttu hann réttlæta allar gjörðir sínar í þinn garð á meðan hann var í sambandi með hinni og vertu viss um að þau rök sem hann kemur með sér til varnar séu virkilega trúverðug og traust, það traust að þú getir treyst þessum dreng fyllilega fyrir að vera þér trú og traust ef eitthvað stærri myndi þróast ykkar á milli.
Núna hefuru mín varnarorð, og það á að gera að verkum að núna hefuru það sem þú þarft til þess að brenna þig ekki á þessum strák. Taktu orð mín til þín og það ætti ekki að gerast. Taktu þau ekki til þín, þá ef ílla fer geturu sjálfri þér um kennt.
Þetta er kannski óvægt til orða tekið hjá mér, en það er þér fyrir bestu. Ég vil að þú gangir hægt um gleðinnar dyr með ungum “fjörugum” strákum sem eru ennþá að skoða hvað lífið hefur að bjóða í ungum og myndarlegum stúlkum.
Gangi þér vel og hafðu það gott um jólin :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Hæ, gleðileg jól:)
Jahh.. þegar ég var að tala við hann.. fannst mér svo furðulegt hvað hann vildi vita hvort ég hefði áhuga á honum. Og ég pældi aldrei í honum þannig en eftir þetta þá finnst mér eins og ég hafi verið að uppgvötva það að ég væri að springa úr áhuga á honum! En svo aftur á móti, finnst mér eins og hann sagði þetta VAR bara svona, ER liðin tíð, og ég fæ hann EKI núna, því ég vildi hann ekki ÞÁ.
Svolítið furðulegar aðstæður.. Kærastan hans tók eftir því að hann væri hrifinn af mér og þau rifust oft eftir að hann var búinn á vakt með mér. Ég tók svona alveg nokkurvegin eftir því að hann hafði áhuga á mér þegar ég hugsa til baka, en hélt hann væri bara svona skrýtinn eða eitthvað:S
Ég í raunninni… ætla ekki að vera að blanda mér í nein strákamál. Ég var einmitt að spá í þessu: myndi ég vilja vera með strák, sem finnst í lagi að reyna við aðrar stelpur á meðan hann er á föstu? Og svarið væri nei.. en það er hinvegar munur á daðri og að reyna við manneskju, þar sem allir eru alltaf daðrandi… og á ég að tak þessu eins og hann var bara að daðra? eða reyna eitthvað annað?
Allavega, þá ætla ég að láta hann í friði… Ég er að fara að flytja til Danmerkur 4. janúar í 5 mánuði og ég ætla ekki að vera að blanda mér í nein strákamál á meðan:)
0