Sæl öll, ekki bara Lolah.
Þið sem eruð að lenda í þessu. Það sem ég get í raun sagt við ykkur er bara eitt. Að kynnast einstakling af hinu kyninu er eitthvað sem er ekki eitthvað sem við kunnum sjálfkrafa, heldur eitthvað sem oftast lærist, því miður.
Þetta er ekki eins og í bíómyndunum eða þannig, að fólk bara smellpassi saman þegar aðstæður eru réttar, heldur tekur það gífurlegan tíma og þolinmæði að læra inná samskipti kynjanna. Það eru til undantekningar á þessu, s.s fólk sem hittist 15 ára eða jafnvel yngra og er saman það sem eftir er, en þetta mun vera mjög sjaldgæft og ekki skal reikna með því að þetta eigi eftir að vera manns eigin örlög, því þá hættir maður að reyna almennilega að láta hluti ganga upp.
Það sem ég vill segja er: Gangið hreint til verka. Þá eru þið líklegust að koma hrein út. Ef þið eruð sjálfum ykkur samkvæm og farið alltaf inn og út úr sambandi með hreina samvisku og það á bak við eyra ð að þið hafið hegðað ykkur vel og komið rétt fram við fyrrverandi maka ykkar; ef þið getið gengið útfrá því í hvert skipti, þá má segja að öll fyrri reynsla sé jákvæð og skref í rétta átt. Samband getur s.s. verið heppnuð lífsreynsla þótt það verði ekki lengra.
Ef þið lendið í aðstæðum eins og að vera notuð (þá er ég að meina á sambandslegan hátt, ekki kynferðislega misnotkun), þá er það að sjálfsögðu leiðinlegt og fylgir því vanlíðan, en þegar uppi er staðið og maður er búinn að “jafna” sig, þá er sú lífsreynsla eitthvað sem hægt er að bæta í sarpinn og byggja á í átt að velgengi í framtíðinni er kemur að samskiptum kynjanna.
Þess vegna er um að gera að velja valið. Takið tíma í að vera viss um (útfrá þeirri bakþekkingu sem þið hafið til boða hverju sinni, sem jú verður ávallt það eina sem við höfum í okkar vali á skynsömum ákvörðunum) að sá hin útvaldi/útvalda sé sú sem verði einhver sem allavega á eftir að koma skikkanlega fram við ykkur. Það erfiðasta að komast yfir er einhverskonar mislæti líkt og að vera notaður/framhjáhald. Ef þið reynið að tryggja það að manneskja sem þið eruð til í að fjárfesta í sé þannig einstaklingur að líkurnar á misnotkun af einhverju tagi séu hverfandi, þá ætti hættuferðin yfir á eyju hins fullkomna sambands að reynast ykkur auðveldari.
Gangi ykkur vel og munið bara að þolinmæði þrautir vinnur allar; líka þegar kemur að málum hjartans.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli