Ég hef mikið verið að pæla undafarið, ég hef ekki beint verið “heppin” hvað varðar stráka, eins og örugglega margir aðrir. En ég er bara orðin svo þreytt og pirruð á þessu að ég er hætt að nenna þessu, ég sé ekki tilganginn í því lengur að enda bara þannig að líða einsog aula, að það hafi bara verið að nota mig og ég verið ansans asni að falla fyrir því.

Alltaf (ein undantekning) þegar ég leyfi mér virkilega að falla fyrir einhverjum strák, þá enda ég uppi með sárt ennið. Ég er bara að pæla hvort þeim leiðist bara, tali bara við mig þegar þeim leiðist - Ég er örugglega ágætis dægrastytting.

Hvernig væri það, að segja stelpunni að þið hafið ekki áhuga á henni lengur? Eru þið virkilega svona miklir aumingjar að geta ekki tjáð ykkur?

Afsakið, orðið frekar pirruð á þessu - þetta virðist alltaf henda mig. Það er eins og ég dragi bara svoleiðis stráka að mér.

Ojæja, byrja bara næsta árið á því að láta ekki leika með mig, er orðin skítþreytt á því.