Hæhæ..
Nú er ég í smá strákaveseni.. Það er löng saga bara vara ykkur við:)
Þannig er mál með vexti að fyrir svona 1-2 árum kynntist ég strák, hann virkaði mjög fínn bara og skemmtilegur og við hlógum mikið saman og svona:) Þegar ég var að kynnast honum þá var ég á sama tíma yfir mig hrifin af öðrum strák sem ég hafði verið að eltast við. En strákurinn sem ég kynntist hafði greinilega smá áhuga á mér og spurði hvort ég vildi koma út að borða með honum og svona og ég sagði honum að ég væri að eltast við annan strák og hann bara okei. En við erum alveg að spjalla ennþá saman og svona, samt aðalega bara í gegnum sms þegar hann birtist allt í einu í skólanum mínum. Mér fannst það alveg rosalega vandræðalegt.. hann settist bara þarna og glápti á mig og var rosalega lokaður og ég roðnaði niður í tær. Vinum mínum fannst þetta líka vandræðalegt og litust ekki alveg á blikuna.. Allavega, þá daginn eftir segi ég honum að ég hafi verið alveg rosalega reið útí hann fyrir að hafa komið svona óvænt því ég bara þoli ekki surprises og já.. ég var bara frekar reið og leiðinleg við hann og ég hætti að tala við hann.
Svo nokkrum mánuðum seinna þá hafði samviskubitið verið að naga mig alveg í gegn svo ég ákvað að biðja hann afsökunnar og þætti þetta mjög leiðinlegt. Svo smátt og smátt erum við farin að spjalla aftur saman og svona… Bara mjög lítið og svo byrja ég að spjalla við hann á MSN og þá tölum við frekar mikið saman. Svo einhverjum mánuðum seinna þá fer hann að sýna áhuga.. ég man ekki hvernig þetta var, en ég sagði honum að ég vildi bara vera vinir. Svo einhverju seinna þá birtist hann allt í einu heima hjá mér. Í það skipti hló ég.. en þetta var pínu vandræðalegt fyrir mig, ég gat ekki hleypt honum inn og ég vildi það ekki og ég var á náttfötunum og alveg grútmygluð og þunn eftir gærkvöldsdjamm og hann stendur þarna í dyrunum og segir hvað hann væri leiður á að tala við mig á MSN alltaf og að hann væri bara hrifinn af mér og kemur stundum inná milli hvað það væri dónalegt að sjá mig á náttbuxunum…
Ég hló, meira svona taugaveikluðum hlátri því ég var bara í sjokki.. og hann sagði að ástæðan væri að hann væri inneignarlaus, eins og ég hefði eitthvað frekar viljað hann heim ef hann ætti inneign:S
Mér fannst þetta alveg voða sætt hjá honum… en líka desperate og ég var líka búin að segja við hann að ég vildi bara vera vinir… Svo ég ákvað að ræða aftur við hann til að útskýra þetta frekar fyrir honum því hann virtist ekki vera að skilja þetta. Svo ég gerði það, hélt langa ræðu. Hann var frekar svekktur en hann er ennþá alltaf að hafa samband við mig. Hann hringir reglulega í mig af ástæðulausu og ég spyr hann afhverju hann er að hringja og hann segir bara: “Hva má maður ekki hringja í vinkonu sína?” Þegar mér líður hálf kjánalega þegar hann var seinast eitthvað svekktur útí mig og svo vill hann hitta mig og svona… Svo sagði hann nýlega að hann ætlar að koma með eitthvað enn eitt surpriseið fyrir mig…
Hvað á ég að gera? þetta er hinn fínasti strákur, en ég er bara ekki hrifin af honum!
Bætt við 18. desember 2006 - 00:52
Var kannski ekki það langt, enda reyndi ég að stytta þetta sem mest:) Engin skítköst takk fyrir:)