Jahá, ég hef ekki mikinn tíma til þess að svara þessu en þetta snýst ekki um hvað er “kúl” að segja…
Þú átt kannski dýran og flottan bíl, flotta höll, nóg af peningum, þjóna, o.s.frv…
…en ertu hamingjusöm?
Það er einmitt stóra spurningin.
Þú getur samt alveg verið hamingjusöm þó þú sért ein, en það er bara ef þú vilt vera ein.
En já, fyndið hjá þér…
lazytown hefur áhuga á: Deiglan, Gullöldin, Heimilið, Knattspyrna, Kynlíf, Matargerð, Smásögur, Tilveran, Tíska & útlit
lazytown hefur ekki áhuga á: Aurora69, ChopSuey, Intenz, Krizza4, Marmelade, Neonballroom, Sora
Hver segir svo að þroski komi ekki með aldrinum?
En þykist þú geta alhæft fyrir alla að ást sé óþarfa vesen? Hún er það kannski fyrir þér, en fyrir öðrum er hún það yndislegasta sem til er í þessum heimi.
Fyrirgefðu að ég segi þetta, en það hljómar eins og þetta komi frá verulega bitri manneskju sem hefur bara lent illa í ástinni og öllu því sem hún snertir. Kannski er ástin ekki vandamálið, kannski ert þú vandamálið?
En svona grínlaust, talaðu við mig aftur eftir 5-10 ár. Sjáum þá skoðun þína á þessu þegar þú verður orðin gift, komin með barn, íbúð, o.s.frv. og lifir hamingjusömu lífi með ástinni þinni, því svona skoðanir eru sjaldnast langlífar.
Bætt við 14. desember 2006 - 15:06 Leigðu þér mynd sem heitir “Blank Cheque”. Boðskapur hennar er að allir peningar í heiminum gætu ekki einu sinni veitt manni hamingju, nema í örskamma stund.