Sæl öll.
Ég gat ekki setið á mér með að skrifa þetta, því að mér fannst þessi umræða og hugmyndin á bak við þennan kort stinga mig það mikið að ég varð að tjá mig varðandi þetta.
Til að byrja með, þá ætla ég að taka það fram að það sem ég hef að segja hér inni er ekki beint að höfundi þess korks, né ummælendum innan hans, heldur að hugmyndinni sjálfri bak við hann.
——————————————–
Að spá í afhverju hann hélt ekki kjafti er eitthvað sem einungis fólk gæti hugsað sér að gera í sömu aðstæðum, og í þeim aðstæðum á fólk aldrei að leiða hugann að, að vera í. Ef þú spyrð sjálfa/n þig “afhverju hélt hann ekki bara kjafti?” þá ertu óbeint að meina að það hefði verið “rétt” ákvörðun hjá honum. Þar af leiðandi ertu að staðfesta fyrir sjálfum þér að framhjáhald gangi upp svo lengi sem enginn komist að því.
Framhjáhald er alltaf rangt! Ef hlutir eru ekki að virka með þeirri manneskju sem þú ert í sambandi með, þá annaðhvort leysiru þau vandamál eða þá að þú endar sambandið. Aldrei er framhjáhald viðsættanlegur, skiljanlegt, hugsanlegt, mögulegt, eða neitt annað sem þér dettur í hug.
Þessvegna finnst mér að það sé alls ekki eitthvað sem fólk á að spá í: “hversvegna hann hélt ekki bara kjafti” til þess að láta ekki fréttast af framhjáhaldinu sínu, nema þá að fólk þurfi að staðfesta fyrir sjálfum sér að ef það lenti sjálft í slíkum aðstæðum að þá væri “betra” að láta það aldrei féttast.
Það er ekkert “betra” til í þeim aðstæðum, heldur er þar allt vont, og það eina “BETRA” sem til er eftir þess háttar atvik er að gera það EINA RÉTTA og viðurkenna mistök sín og taka afleiðingunum!
Ef þú heldur framhjá, þá er eina leiðin fyrir þig til þess að eiga skilið synda aflausn í einhverju formi, það er að viðurkenna gjörðir sínar og sita undir öllum skítnum sem fylgir í kjölfarið og reyna allt sem hægt er til þess að láta þolendum framhjáhaldsins líða betur.
Ég fer ekki undan þessari skoðun minni á framhjáhaldi og hverjum sem langar að gagnrýna hana má gjöra svo vel og tjá sig hér og ég mun svara á móti.
Bara taka það fram, það hefur aldrei verið haldið framhjá mér, þannig að ég tala ekki útfrá neinskonar “biturleika”, heldur er hægt að hafa svona sterkar tilfinningar um framhjáhald þótt maður sé ekki beinn þolandi eftir að hafa horft á margan manninn leggjast djúpt í sorgina eftir slíkan atburð.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli