Ég til dæmis þoli ekki svona pör sem sjá ekkert annað en hvort annað, ég meina kommon fólk, þótt þið eigið kærasta/kærustu þá eigið þið líka vini, og vinum ykkar langar virkilega að hitta ykkur og ekki að þau séu endilega á móti kærasta/ustu ykkar þá þurfið þið ekki aaaaalltaf að vera saman. Þannig pör sem eru ALLTAF saman og þurfa augljóslega að sýna heiminum að þið séuð saman.
Þetta er ekki meint þannig að ég sé voðalega einmanna og bitur manneskja að eiga ekki kærasta, heldur finnst mér bara óþarfi að vera krúttast eitthvða í kringum annað fólk..
og líka djöfull hata ég þegar fólk er rétt búið að kynnast og byrjað saman og eru alltaf “ég elska þig” “ég gæti ekki lifað án þín” og bla bla bla…. Núna er ég t.d. að tala við gamla skólasystur, hún býr útá landi, hún er með kærasta í bænum og heitir á msn “ég elska þig XXXXX” og ég fór að forvitnast aðeins og þau hafa þekkst í rúman mánuð…. KOMMON!!
líka þoli ég ekki pör sem eru útúm allt kyssast og svoleiðis, ég meina það er allt í lagi að smella kossi á einhverntímann en að vera bara ofan í hvort öðru all the time… ykkur finnst það kanski í lagi, en ekkert endilega fólkinu í kringum ykkur.
En já, nóg´i bili…
endurtek að égt er ekki að segja þetta af bitur og einmannaleika, mér finnst bara fólk eigi að hemja sig aðeins í ástinni… hehe :)
Ofurhugi og ofurmamma