Í gær sagði “kærastinn minn” mér upp. Og ef ég á að segja eins og er þá líður mér hræðilega :( mér finnst eins og heimurinn sé að falla saman :( Að heyra þetta eftir eins og hálfs árs samband… svoo sárt :( En jú, ætli það sé ekki einhver annar þarna úti fyrir mig? Einhver sem að er að leita að mér? Ef að ÞÚ ert þarna úti, endilega finndu mig. Ég er byrjuð að sakna þín! Ég hélt að ég hefði fundið þig en það var víst bara plat :(
Eftir að hann sagði mér upp vöknuðu mikið af spurningum. Var ég ekki nógu góð fyrir hann? Var ég of heimsk? Sýndi ég honum ekki næga athygli eða of mikla? er ég ekki nógu sæt? Of léleg í rúminu? (ég efast nú um það) eða var ég bara ekki “sú rétta”? Maður spyr sig.
Núna er ég ofsalega reið út í hann fyrir að hafa svikið loforð sem að mér fannst sambandið byggjast á. Ég veit ekki hvað ég á að halda, eða hvort ég á yfir höfuð að halda e-h?
Fyrir þrem vikum hætti hann að segja mér að ég væri sæt, að hann elskaði mig og allt það. :S En þegar ég spyr hann hvort að hann sé að missa áhugan þá segir hann “auðvitað ekki, þú ert æði”. 5 mínútum síðar segir hann mér upp en segir samt að hann elski mig og sé hrifinn af mér. Hvað þýðir það? Ætli hann meini þetta? Eða er þetta bara eitt af dulmálum sambandslita?
Ég veit að hann hafði það gott hjá mér. Ég hefði gert allt fyrir þennan dreng, allt! Ég kúgaði hann ekki til að gera hluti með mér, ég hringdi ekki í hann 5 sinnum á dag til að spyrja hvar hann væri, með hverjum og af hverju. Ég dró hann ekki með mér út ef að hann vildi sitja heima. Ég gerði allt sem að hann bað mig um. Hann segist vera hrifinn af mér og elska mig… En svo sleppir hann mér. :/ Ég er hálf týnd í þessu öllu.
Mig langar að hafa einhvern hjá mér sem að getur haldið utan um mig, fengið mig til að brosa, einhvern sem að sýnir mér áhuga og virðingu. Hefur einhver áhuga?