Sæl öllsömul.
Jæja, þá er kominn tími til að sjá hvort ekki sé hægt að sjá af tíma til þess að leggja í púkk hér á Huga aftur (og kannski loksins komast í að skrifa þessa blessuðu grein sem ég er búinn að lofa ykkur fyrir löngu :). Ég er búinn að liggja yfir prófum í háskólanum frá kl 8. á morgnanna til 12 - 3 á kvöldin/næturnar, þannig að þið verðið að afsaka fjarveru mína.
Háskóli tekur sinn toll af frístundum og áhugamálum, þannig að ráð dagsins er: veljið ykkur háskólanám eftir áhugasviði, því annars komist þið aldrei í gegn um það.
Afhverju ekki? Því þið eigið eftir að gera fátt annað en að læra :)
En það er eitt enn sem mig langar endilega að biðja ykkur.
Ég hef tekið eftir því að fólk er farið að stunda það að skera sig ef eitthvað bjátar á. Ég ætla vinsamlegast að reyna að höfða til skynsemi ykkar og biðja ykkur um að láta það vera.
Hvort sem þetta kom með þessari svokölluðu “emo” stefnu eða ekki veit ég ekki, en allavega get ég sagt ykkur eitt fyrir víst: þetta er svokallað “fab”
Fólki datt þetta svo sannarlega ekki í hug hér á árum áður nema í andlegu ástandi er nálgaðist geðveilu. Og semi nemi í sálfræði get ég sagt ykkur fyrir víst, að hvergi í hugarheim né líkamlegri starfsemi mannsins er neitt sem dregur okkur eðlisbært til sjálfsskaða á einn hátt eða annan.
Eins og ég hef sagt áður, það að skera sig er “fab” nema að þú sért með í bráðri hættu á geðklofa eða annarri sklíkri geðveilu, sem er eitthvað sem ég get nánast lofað ykkur að er ekki ástæðan fyrir öllum þeim sjálfsskaða sem er að skjóta upp höfðinu hingað og þangað.
Þannig að vinsamlegast hættið að skera ykkur. Það er ekki táknrænt fyrir sársauka á borð við samskipti kynjanna.
En vonandi fáið þið greinina (líklegast um ástarsorg) bráðlega á borð til ykkar.
Lifið heil.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli