Sæll skir85.
Til að byrja með myndi ég leggja til að þú sért með það 100% á hreinu að hún hafi haldið framhjá þér. Ef þú veist það án nokkurs vafa, þá skaltu hugsa þetta:
Afhverju elskaru hana? Er hún virkilega þess virði að vera elskuð af þér eftir að hún hefur haldið framhjá þér og getur ekki einu sinni sýnt þér þá sæmd að viðurkenna það?
Að mínu mati þá er fátt, ef eitthvað, sem getur bjargað sambandi eftir framhjáhald. Þú ert greinilega mjög ástfanginn ef þú getur talað svona mjúklega um þessa stúlku eftir að hún hefur haldið framhjá þér.
Við skulum spá í einu. Hvað er framhjáhald?
Það er að deila bæði líkama sínum og tilfinningum, þótt þær væru ekki neitt annað en losti og kynferðislega spenna, með öðrum einstakling en þeim sem maður hefur tileinkað þessa hluti.
Má ég spurja þig að einu; eftir að kærastan þín hefur leyft hug, höndum, kynfærum og líkamanum í heild sinni að hvíla í armi og hugarstað annars manns; finnst þér virkilega þess virði að leyfa þessari stúlku að halda áfram að gera tilkall til hjarta þíns?
Með framhjáhaldinu er hún búin að svíkja allt sem ást ykkar heilagt, og að mínu mati á hún þig ekki lengur skilið að einu eða neinu leyti.
Ég skil tilfinninguna að elska einhvern það heitt að maður er tilbúin að fyrirgefa nærri því hvað sem er, en ef það er einn hlutur sem skal aldrei fara yfir þá línu, þá er það framhjáhald.
Ég vona að þú takir til þín orð mín og hugsir þig vel og vandlega um áður en þú ákveður að láta þessa stúlku kvelja þig frekar.
En mundu ávallt eitt: það sem ég sagði hér fyrir ofan á eingöngu við ef þú ert 100% viss um að hún hafi haldið framhjá þér.
Gangi þér vel, og veldu rétt.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli