ég held það séu nú ýmsar aðferðir í að sýna ást ekki með bara með orðum, persónulega finnst mér bara ákveðin faðmlög, snertingar og kossar hafa ást í sér, það er bara tilfinningin og hvernig þau eru. Það er hægt að sýna ást með að gera einhvað fyrir hinn aðilann, virða hann og skoðanir hans, sætta sig við galla, vera þarna fyrir hann hvenær sem er.. ég myndi flokka svona hluti.
En ég veit ekki hvað mér finnst um ofnotkun “ég elska þig”, jú mér finnst það stundum of mikið notað.. en ég er bara þannig að ég á ekki auðvelt með að segja við fólk að ég elski það og það er ekki bara sá sem ég er ástfangin af heldur líka aðra.. en mér finnst það allt öðruvísi en að segja “ég elska pizzu” eða einhvað álíka, það er mátarást:D En mér finnst ‘hata’ líka frekar stórt og reyni að nota það sem minnst, semsagt að það sé ekki það sama að þola ekki einhvern/einhvað og að hata, sama finnst mér með elska..ekki það sama að þykja vænt um einhvern eða elska.
Ég sagði ekki við kærastann minn að ég elskaði hann fyrren uþb einu og hálfu ári eftir að við kynntumst og þá vorum við búin að vera saman áður, vinir og að dúlla okkur.. og ég nota þetta ekki oft, á enþá pínu erfitt með að segja þetta þó ég meini það.. en það á við um alla sem ég elska. :)
And So Kiddies…Death For All, Right Right??