Ég held það fari algjörlega eftir stelpunni.
Ég drekk en kærastan mín drekkur voða lítið. Ég reyni alltaf að haga mér ofsalega vel í kringum hana þegar ég er í glasi svo ég pirri hana ekki að óþörfu, þar sem það er staðreynd að fullt fólk fer meira í pirrurnar á edrú fólki en fullu fólki. Þetta er samt ekki alhæfing, þar sem það er alveg til fólk sem hagar sér vel í glasi, en oftast fylgir drykkju fylleríslæti o.s.frv.
Ef ég set mig í spor manneskju sem drekkur ekki, en er á föstu með annari manneskju sem drekkur, hugsa ég að ég yrði fljótt leiður á því að maki minn væri alltaf fullur og kannski með óþarfa stæla, læti og leiðindi þegar í glasið er komið.
Þetta er samt voða persónubundið. Svo er líka spurningin um hversu langt er verið að tala um í drykkjunni, hverja helgi eða hvað og hversu mikið viðkomandi myndi drekka hverju sinni.
Gaui