Ég er ennþá á báðum áttum með þetta samband..
hún segist elska þig, samt fór hún á djammið þegar þú féllst aftur í dópneyslu. Í staðin fyrir að hjálpa þér.
Ég myndi eflaust aldrei fyrirgefa kærastanum mínum ef að hann myndi yfirgefa mig á eins viðkvæmum tíma, og mér finnst þú mjög skilningsríkur að hafa gert það.
Hún hefur sofið hjá mörgum strákum þrátt fyrir ungan aldur, gerir ekkert í því þegar reynt er við hana, þrátt fyrir að hún viti að þér finnst það óþægilegt.
Hún var með strák sem hafði verið með kærustu í yfir ár, var hann þá kannski með stelpunni ennþá?, og montar sig af því að hafa verið með gaur með 30cm dela fyrir framan þig.
Mér finnst þetta hljóma eins og hún sé mjög upptekin af þessu “djamm- og daðurlífi” sem hún lifði áður en hún byrjaði með þér. samt segist hún vera hætt að drekka og að hún sé hætt að fara á skemmtistaði.
Hún hefur sært þig mjög mikið. Vonandi er hún ekki bara að segjast vera hætt þessu til að friða þig, en ekki af því hún vill virkilega gera þetta fyrir þig.. sem mér finnst sjálfsagt að hún geri ef hún vill halda í þig.
Ég veit bara ekki hvort að þessi stelpa sé tilbúin til að takast á við alla þá ábyrgð sem að fylgir því að vera í sambandi.
til að samband geti virkað þarf tillitsemi og traust að vera til staðar.
Þú treystir henni ekki, og hún sýnir þér ekki nægja tillitsemi.
orðið “kærasti” gefur til kynna að sú manneskja eigi að vera henni “kærust”.
Maður fer ekki á bakvið manneskjuna sem er manni kærust, eða lætur henni líða illa.
Ef að þú villt ekki sleppa þessari stelpu þá skaltu bara reyna að leggja fyrir hana lífsreglurnar.
Segðu bara við hana að ef að hún elski þig eins mikið hún segir og vilji halda áfram að vera með þér, þá þurfi hún sko aldeilis að taka sig á í þessu sambandi. Það er nú í lagi að taka hliðarspor í samböndum svona einstaka sinnum, en þetta er nú orðið ágætt hjá henni.
Ef að hún elskar þig fyrir alvöru þá á hún eflaust eftir að gera þetta með glöðu geði.
En ef að hún verður með einhvern móral, þá get ég næstum lofað þér því að þú hafðir hana aldrei þar sem þú hélst að þú hafðir hana. Þú sagðir:
eg hugsa nu ef hun myndi halda framhja mer myndi eg komast yfir hana a 2 minutum,
Ef hún verður með móral þá geturu líka næstum því verið viss um að það á einhvertíman eftir að gerast.
Ég vona nú samt að þér gangi vel með kærustuna og að þið náið að vinna úr þessu saman:) lykillin er bara að tala saman! og þetta er ekki klisja, því get ég lofað;)
Bætt við 8. desember 2006 - 00:34 já og fyrirgefðu hvað ég svaraði þér seint;)