Reyndu bara að hlusta á hana og þá kemstu að því hvað hana langar í, eða hvað hún yrði amk mjög ánægð með. Ein skemmtilegasta jólagjöf sem ég hef fengið voru skautar frá fyrrv. kærastanum mínum! Hann einfaldlega tók eftir því að ég væri að tala um að gömlu skautarnir mínir væru of litlir :P
Annars er alltaf gaman að fá skartgripi og e-ð sem maður getur notað mikið. Ég t.d gef ekki geisladiska. Of ópersónulegt fyrir minn smekk. Plús það að ég t.d á alla þá tónlist sem ég hlusta mest á, og flestir sem ég þekki líka.
Og þetta með bangsa sem heldur á hjarta sem stendur á “I love you” er bara svooooo ofnotað að mínu mati. Minnir mig á hallærislega bíómynd. Kannski fínt fyrir par í 9.bekk sem er búið að vera saman í nokkra daga og verður saman í nokkra daga í viðbót. Bara mín skoðun!! Auðvitað á þetta allaf að koma frá hjartanu, en það gerir það nú ekki beint þegar einhverjar smástelpur á huga.is segja “gefðu henni i love you bangsa”.
Eníveis. Farðu í svona skartgripabúðir og þannig. Spurðu gellurnar sem vinna þar, þær vita þetta allt!
Hvað eruð þið annars gömul, og hvað eruð þið búin að vera lengi saman?)
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”