Ég er að vinna með stelpu sem ég er alveg bááálskotinn í, í gegnum árin ef ég alltaf verið ansi feiminn, en nýlega fór ég að geta kynnst fólki.
Allavega þetta byrjaði þannig að ég fór bara að spjalla við hana, bara vera skemmtilegur, hlægja saman og smá fíflast. Svo varð ég alveg bilaðslega skotinn í henni. Ég skutlaði henni heim úr vinnunni og fór að hafa örlítið samband við hana utan vinnu.
Ég þorði ekki alveg að vera e-ð að reyna almennilega við hana því ég hafði ekki hugmynd um hvort hún væri e-ð skotin á móti, en uppá síðkastið, þá hefur hún verið svoldið mikið í því að blikka mig og brosa til mín, verður geðveikt vandræðaleg ef ég er e-ð að fylgjast með henni, hún allavega virðist njóta þess að umgangast mig og spjalla við mig.
Vinkona mín varð vitni af samtali milli mín og hennar og eftir samtalið, þá sagði hún við mig, “þessi stelpa er alveg bálskotin í þér, bara hvernig hún talaði við þig” (þá vissi vinkona mín ekkert að ég væri skotinn í henni)
Ég er ekki beint að spurja beint að e-u, en mig vantar svör frá stelpum, gæti þetta bent til að hún sé e-ð skotin á móti (þ.e.a.s. verður rosalega vandræðaleg þegar ég fylgjist með henni og hún blikkar mig og brosir til mín)
Reyndar eitt vesen, hún er að dúlla sér með gaur, en það var samt byrjað þegar ég byrjaði að tala við hana.
Ef ég á sjéns, þá ætla bara að bíða, því ég hef oft verið skotinn í stelpum, en aldrei svona roooosalega mikið, mig dreymir um að bara eiga hana sem kærustu og getað verið góður við hana og eiga hamingjusamlegar stundir með henni.
Teljið þið mig eiga sjéns?
Með fyrirfram þökk ;*
Bætt við 5. desember 2006 - 05:23
ég veit, ég veit, ég gæti sjálfur ælt yfir mig allan af þessari væmni, en bara so sorry, ég ræð ekki við mig
Kveðja.