Ég hef verið að hitta þessa stelpu i u.þ.b. 2 mánuði og vegna ýmissa atriða t.d. hún var ekki nógu hrifinn af mér, mér líkaði ekki hvernig hún kom framm við mig þá hættum við saman/ákváðum bara að vera vinir :/
Ég hef verið í 2 öðrum samböndum og þá endaði það alltaf með því að við ákváðum að verða vinir en það varð ekki neitt úr því.
Hef ég verið þá að pæla hvort þetta er eitthvað sem fólk segir bara til þess að létta af sársaukanum við það að hætta saman eða vill það virkilega vera vinir?
Mér langar allavegana mikið að vera vinur hennar því ég get ekki haft hana ekki í lífi mínu, mér þykir vænt um hana og allt og ef ég get ekki verið kærasti hennar þá vill ég vera vinur hennar.
Þetta ákvaðum við í gærkvöldi og hittumst í skólanum og allt i góðum fýling á milli okkar… en bara einhvernveginn hvernig hún talar við mig þá finnst mér eins og hún sé bara að reyna ýta mér úr lífi hennar hægt og rólega.
En það sem mér langar að vita er hvort þið hafið lent í þessu?
Ef svo er þá urðuði vinir eða hætti samband ykkar bara strax eða svona með tímanum og eruði ennþá vinir í dag ef þetta virkaði aftur hjá ykkur? Og ef þið hélduð áfram að vera vinir og svona byrjaði þá einhverntíman aftur þessi hrifning á milli ykkar og allt varð eins og það var fyrst?