Oft hefur maður heyrt fólk segja: kærastar koma og fara en vinir eru að eylífu.
Ég verð fyrir mitt leyti að segja það að ég bara skil ekki þessa setningu. Ég hef ekki átt marga vini en þeir sem ég hef átt hafa annað hvort fjarað í burtu eða ég frá þeim. Ég er mjög vandlát á vini og vel aðeins þá sem ég get treyst fullkomlega.
Ef þú átt kærasta/maka og þú elskar hann þá er hann besti vinur þinn. Ég hef allavega þá reynslu, ef að kærastinn minn væri ekki besti vinur minn þá færi ég eitthvað að efast.
Og það að heyra: nei hann er ekki vinur minn, hann er kærastinn minn. Finnst mér líka út í hött því vinátta er grundvallaratriði í sambandi. Ef þið eruð ekki vinir, hvernig ætlið þið þá að höndla allt það sem þið eigið eftir að ganga í gegnum ef sambandið blessasst?
Æ ég veit ekki hvað ég er að bulla, ætli ég sé ekki að reyna að segja það að vinir eru ekkert endilega að eylífu, ekkert frekar en ástin í lífin þínu og það að astin í lífi þínu verði að vera besti vinur þinn eða með þeim allra bestu til að sambandið geti gengið upp.
Nær þessu einhver:)?
Bætt við 4. desember 2006 - 19:45
Gleymdi algjörlega að gera kærastar/kærustur. Auðvitað er ég að tala um bæðið kynin