Ég hef oft velt því fyrir mér hvort vinir af gagnstæða kyninu geta nokkurn tíman verið bara vinir og annar aðillinn finni aldrei fyrir einhverri þrá, losta eða ást gagnvart hinu kyninu?
Ég las einu sinni grein hér á huga um þetta og var gjörsamlega ósammála. Ég á fullt af vinum af gagnstæða kyninu og er ekkert ástfangin af þeim. En nokkru seinna fór ég að hugsa um þetta og endaði með að lesa greinina aftur. Þá sá ég að þetta hlaut að vera að hluta til satt. Eins og ég sagði fyrr á ég marga vini af gagnstæða kyninu, og satt best að segja á ég auðveldara með að tala við stráka en stelpur (er stelpa sjálf). Ég reyndi að rifja upp fyrir mér allt í sambandi við þessa stráka. Þá áttaði ég mig á því að ég hef á einhverjum tímapunkti hugsað svoleiðis um næstum hvern einasta af þeim. Sjaldnast hefur það orðið að skoti eða ást eða einhverju þvílíku en þó voru þessar hugsanir til staðar. Mig hefur einhverntíman langað að kyssa eða láta næstum hvern einasta af vinum mínum faðma mig innilega að sér.
Svo fór ég að skoða þeta í víðara samhengi. Getur það verið að öll samskipti kynjanna séu til með einhverskonar losta? Hugsun um að faðma, haldast í hendur, snerta eða kyssa náungann? Kannski er þetta ómeðvitað ferli sem við göngum öll í gegnum við samskipti annarra og við finnum sjálfsagt aldrei fyrir nema örsjaldan á sömu manneskjunni (þá er ég ekki að telja með þá sem við verðum skotin í).
Getur verið að vinasambönd byrji öll með ákveðnum losta?