Sæl, paniolo.
Ég held það sé nú alveg hægt að halda vináttunni, þó hugur vinar gangi bara í eina áttina. Það er vissulega mjög skrítið að vita til þess að manneskja, sem maður hittir oft og er góður vinur, hafi öðruvísi áhuga á manni en maður sjálfur til hennar.
Ég kynntist einu sinni stelpu, sem ég vingaðist fljótt við. Við vorum mjög góðir vinir og fórum oft á djammið saman. Seinna frétti ég frá frænku minni, sem fór eitt sinn á trúnó með henni, að hún væri geðveikt hrifin af mér. Ég, því miður, hafði ekki sama áhugann á henni og hún hafði á mér. Þetta fór að verða mjög skrítið, en þá aðallega af minni hálfu, þar sem hún vissi ekki að ég vissi að hún væri hrifin af mér.
Þetta er rosalega erfitt á tímum, þar sem manni líður mjög illa og er með mikið samviskubit þegar maður hrífst af og byrjar t.d. með annari manneskju. Manni finnst maður eiginlega ekki geta verið vinur þess vinar sem ber hug til manns, þó maður verði að líta fram hjá því og hugsa að þetta sé þeirra mál. Það tekur mig sárt að segja þetta en þetta er hans vandamál, sem hann þarf að takast á við. Ekki þitt.
Með tímanum kemst viðkomandi yfir þig og þá verður allt miklu betri og auðveldara, og þ.a.l. andrúmsloftið léttara.
Gangi þér vel.
Kær kveðja,
Gaui Intenz
Gaui