Ég hef oft pælt í þessu.. Fíliði þið stelpur stráka sem drulla yfir ykkur, hunsa ykkur, svara ekki í símann og ekki smsunum ykkar?
Ég reyni alltaf að vera eins góður og ég get við stelpur sem ég er með, svara þeim alltaf, reyni að gefa þeim alla athyglina, vill alltaf hitta þær þegar þær vilja, gef blóm, segji henni hvað hún er falleg og líti vel út, er til í að kúra bara heima, er til í það sem hún vill.. mér finnst reyndar bara frekar gaman að kúra, vitandi að hún sé sofandi, örugg í faðmi mínum..
Núna nýlega hætti kærastan með mér.. ekkert end of the world dæmi, vorum búin að vera saman rúmlega 5 vikur eða eitthvað.. samt var ég mjög hrifinn af henni en mér finnst eins og hún hafi bara fengið alveg nóg af mér.. Hvernig er það stelpur fáiði bara alveg nóg af strákum ef þeir eru góðir við ykkur?
Hvernig er það, er bara málið að manna mig upp of byrja fara með ykkur eins og allir vinir mínir? Mér sýnist það ganga bara hvað best.. Sýnist flestar stelpur á mínum aldri fýla það, er 18..
Bætt við 20. nóvember 2006 - 22:46
Fann aldrei á henni þegar ég var með henni að hún væ´ri búin að fá nóg af mér.. bara alltaf erfiðara og erfiðara að hitta hana, ég kannski var að smsast við hana og spyr hana hvort hun vilji gera eitthvað og fæ svo svar 2 timum seinna, ,,sorry er að fara hitta stelpurnar i kvöld" eða eitthvað svoleiðis..