Sæll, BaldurJs.
Ég myndi segja Kringlukráin, þ.e.a.s. ef þú vilt rólegan, fínan og notalegan stað sem er ekki of dýr. Ég er að vinna þar og þessi staður er allt öðruvísi en ég hélt. Þetta er veitingastaður, ásamt því að vera bar/skemmtistaður á kvöldin og um helgar, svipað og Sólon. En munurinn er sá að Kringlukráin er mun fínni en Sólon, þar sem það eru þjónar sem þjóna til borðs, ásamt því að það er dekkað upp fyrir borðin o.s.frv. en á Sólon kemur liggur við barþjónninn til ykkar, tekur pöntun og kemur svo með matinn.
Áður en ég byrjaði að vinna þarna, sótti ég staðinn lítið og hélt að þetta væri bara einhver rónabúlla, en staðurinn hefur tekið gífurlegum framförum frá því ég hafði komið þarna síðast og má eiginlega segja að þetta sé allt annar staður! Á virkum dögum er eldhúsið opið til 10 um kvöldið en svo um helgar eru alltaf hljómsveitir að spila. T.d. var Geirmundur Valtýsson að spila núna síðustu helgi.
En með matinn, þá eru meistarakokkar í eldhúsinu. Nafnið Kringlukráin gefur svolítið til kynna að þetta sé sloppy McDonalds matur, en það er hann alls ekki! Það kom mér mjög mikið á óvart hvað það kemur góður, flottur og faglegur matur þarna. Maturinn er mjög mikið skreyttur og sendur úr eldhúsinu eins flottur og hann getur orðið.
Ekki láta nafnið "Kringlukráin" spila með þig. Ég ráðlegg þér allavega Kringlukránna til þess að borða á og fara svo í bíó í Kringlunni eftir á. Þetta er tilvalið, þar sem þetta er allt á sama staðnum! Gangi þér annars bara vel og vona að þetta eigi eftir að heppnast sem best hjá þér.
Kær kveðja,
Gaui Intenz
Bætt við 21. nóvember 2006 - 04:03
En hins vegar ef þú ert vel efnaður og ef peningar eru ekkert vandamál hjá þér, mæli ég með Argentínu steikhúsi.
Gaui