fyrir tveimur árum kynntist ég stelpu á balli. við dönsuðum saman og vorum mjög hrifin af hvert öðru. þegar ballið var búið týndi ég henni.
næsta ár á nákvæmlega sama degi á sama balli hitti ég hana aftur og við byrjuðum saman. við byrjuðum bara svona lauslátlega en svo fórum við að elska hvort annað meira og meira. við byrjuðum að stunda kynlíf sem hvorugt hafði prufað áður, það var æðislegt.
það hafi verið svoldið ups and downs í þessu sambandi einsog í flestum samböndum yfir höfuð held ég bara. við rífust pínu (ekkert alvarlega) og okkur tekst alltaf að sættast eftir smá stund. við erum farin að rífast oftar en vanalega. stundum endar það með að annað hvort okkar grætur. það er rosalega erfitt að sjá stelpu gráta, sérstaklega stelpuna sem maður elskar.
ég hef átt við þunglyndis-vandamál að stríða því ég var lagður í einelti þegar ég var yngri og það braut niður allt sjálfstraust hjá mér og mamma og pabbi þurftu að flytja burt með mig útaf því (bjó í litlum bæ) en ég nenni ekki að fara meira útaf því. ég hef alltaf verið svartsýnn á allt eftir það og aldrei getað treyst neinum þangað til hún kom í líf mitt. hún er alltaf góð við mig og hugsar vel um mig og hjálpar mér með allt og elskar mig rosalega mikið.
undanfarna daga og kannski 2-3 vikur hef ég verið svo confused (man ekki hvernig það er á íslensku) og allt í rugli hjá mér. besta sem mér dettur í hug er að það er hormónaflæði í gangi (er unglingur) en útskýrir það hugsanirnar sem ég fæ? ég hugsa stundum að hætta með henni og hef 4-5 verið nálægt því að missa það útúr mér. en ég vill ekki hætta með henni, ég elska hana út af lífinu og hún hefur breytt lífi mínu algjörlega. afhverju er ég þá allt í einu farin að vera efins. við erum búin að vera saman í sirka 9 mánuði.
hafa fleiri lent í þessu? eru sambönd svona erfið til að byrja með? getur einhver ráðlagt mér hvað ég gæti gert? helst einhver með reynslu.
ég skal gera allt nema hætta með henni eða særa hana.
engin skítköst takk.
So does your face!