Ég var nú lengi vel feiminn og sjálfstraustið var lítið. Svo þegar ég byrjaði í Menntaskóla byrjaði það að lagast, ég byrjaði að vinna í símaveri Dominos sem breytti miklu held ég.
Á föstudags- og laugardgagskvöldum þegar einhverjir blindfullir aðilar voru að hringja og panta(pöntunin er aðeins 10% af samtalinu hjá þeim sem eru að drekka, þeir vilja alltaf tala um eitthvað annað) þá lærði maður að spjalla svona betur. Maður hlustaði og maður lærði hvað átti að segja þegar fólk sagði ýmsa hluti, það er erfitt að útskýra þetta en þetta snérist bara um að vera fær í “chatta” bara.
Svo er eitt líka sem ég held að margir geri, strákar jafnt og stelpur, er að halda að einhver falleg manneskja af hinu kyninu sé eitthvað æðri en maður sjálfur. Ef þú hefur ekki mikið sjálfstraust og sérð einhverja heita stelpu og hugsar hvað hún er sæt og allt það. Ekki láta þér detta í hug að hún sé eitthvað æðri eða eitthvað þannig. Vertu bara venjulegur og ef hún kemur og talar við þig þá bara svararu eins og þú myndir svara félaga þínum, nema þú kysir eitthvað meira auðvitað.
Ég held að margir komist hjá þessum vandræðheitum ef svo mætti kalla með því að líta niður á hitt kynið. Reyndar gengur fólk kannski ekki alveg það langt en að hugsa bara t.d. á djamminu bara ‘fuck her, ég er hér að dansa með félögum mínum og ætla að skemmta mér og mér er sama hvað hún finnst’ hjálpar manni nú svolítið. Það misskilja þetta kannski margir en þetta virkar allavega svolítið fyrir mig.
Ég segi þér bara að læra að spjalla meira við fólk, bara chat skiluru, ekkert endilega einhverjar ákveðnar umræður heldur bara að líta í kringum þig og hugsa… “hvað get ég spurt hana um?”. Og svo held ég að the bottom line sé bara að líta alls ekki á þig sem óæðri heldur en einhvern af hinu kyninu.