Ég skil þig, segðu bara við hann að hann eigi hvoruga skilið. En ef samviskan hans leyfir þá getur hann alveg verið bara með annarri.. Ég reyni alltaf að skipta mér sem minnst af svona málum, besti vinur minn er núna t.d að flakka í hrifningu á milli tveggja fyrrverandi kærasta sinna. Reyndar með annarri núna en er víst að hætta með henni as we speak, mér finnst hann algjört fífl þar sem hann er venjulega frekar góður strákur. Ég skipti mér sem minnst af þessu, ég sagði bara að hann ætti að láta þær báðar vera og að hann væri fífl. Hann fékk nett samviskubit þar sem hann veit að ég hef oftast rétt fyrir mér hehehe.. Ég held allavega að hann ætli að láta þær báðar í friði þó svo þær séu basically ástfangnar af honum báðar or sum .. Persónulega finnst mér það sanngjarnast gagnvart báðum stelpunum og þú ættir að ráðleggja vini þínum að gera það held ég ef þú þarft endilega að ráðleggja honum eitthvað..
Bætt við 12. nóvember 2006 - 20:59
“hrifningu á milli tveggja fyrrverandi kærasta sinna” sagan er annars lengri en þetta, hljómar eins og hann sé fífl fyrir að vera hrifinn af tveimur stelpum það er aðeins meira í kringum þetta en það ;)