sko.. ég og kærastinn minn fyrverandii hætuum saman fyrir viku.. og við vorum bara búin að vera saman reyndar í mánðu en ég var búin að vera hrifin af honum í meira en ár.
Hann var fullkominn í mínum augum og síðan einhvernveginn hitti ég hann aftur í Reykjarvík og hann labbaði upp að mér því hann þekkti mig aftur, og hann bað um msn-ið mitt og stuttu seinna töluðum við saman klukkutíma í símann á hverju kvöldi og síðan byrjuðum við saman því hann hafði vinnu nálagt þar sem ég átti heima en hann átti heima hinumeginn á landinu.
Ég lifði í draumaveröld í heilan mánuð en svo einn daginn þá hringdi hann í mig og sagði mér að han kæmir ekkert aftur á staðinn þar sem hann var að vinna, og honum fannt best að við yrðum bara vinir, ég meina það! heimurinn hrundi! í orðsins fyllstu merkingu, hann reyndi samt að vera skemmtilegur og allt það, en síðan loksins náði ég að finna upp afsökun til að hætta að tala við hann, og hringdi beint í vinkonu mína grátandi, ég hef aldrei brotnað svona niður útaf neinum strák, ég vissi ekki að það væri hægt að elska neinn þegar maður væri svona ung en ég held það sé hægt af þessari reynslu.
Núna er alveg æðislegur strákur hrifinn af mér og nokkrir reyndar, en ég treysti engum þeirra og ég er ekki enþá komin yfir inn fyrverandi, og get ekki hugsað mér að vera með neinum.
Én núna viku seinna, tæplega, er hann komin aftur á fast, mig langar alltaf að segja honum hvað mér finnst um hann, ég vil hann meira en allt, og síðan núna þegar hann heitir inná msn ég elska þig ****** þá verð ég svo sár afþví mér finnst eins og allt sé mér að kenna, við erum enþá bestu vinir og tölum enþá saman oftast á hverjum degi:)..!
Ég veit ekki hvort ég ætti að þora að segja honum hvað mér finnst um hann og hvað ég er enþá hrifin af honum en ég vil ekki missa vinskap hans líka.
Ég veit vel að honum finnst enþá rosa vænt um mig og allt það, en samt. Það skiptir ekkert neinu máli lengur, bara hann.
Getur kannski einhver gefið mér smá ráð um þetta, ég er ekki að hrópa á nein skítköst eða neitt, bara smá ráð:).