Nú er ég allveg hættur að skilja þetta hreinlega. Byrjaði með stelpu í byrjun september eða eitthvað þannig og svo segir hún mér það að hún sé í raun í öðru sambandi (þegar við vorum þegar byrjuð saman) en hún elski ekki þann gaur og hún elski mig og bla bla og ætli svo að segja honum bara upp og kaupa jafnvel bara með mér hús eftir áramótin. Þessi kærasti hennar var víst bara út á landi á meðan að þessu öllu saman stóð og svo daginn áður en hann kemur segir hún að nú ætli hún að segja honum upp á næstu dögum og flytja til mín. Sagði mér að vera ekkert að hringja í sig eða neitt því þessi gaur athugi allar hennar eigur og tékki á símnum hennar og öllu þannig og sé í raun mjög slæmur. Yndislegustu stundir lífs míns var ég búinn að eiga með þessari stelpur og búið að gera allt saman, heilu helgarnar uppí sumarbústað og þess háttar t.d. Nema það svo kom hún til mín nokkrum dögum eftir að hann kom í bæinnn aftur og segir mér að það gangi erfiðlega að “get rid of him” eins og maður segir en biður mig samt um að bíða rólegan bara og þetta sé að fara að ske og eitthvað. En það er bara eiginlega orðinn of langur tími núna og ætli allt leiki ekki bara í lyndi núna hjá þeim. Hvað veit maður.
Er allveg búinn að hitta hana nokkrumsinnum eftir þetta allt en þetta er eiginlega of langur tími núna finnst mér. En ég sé það nú samt allveg á henni að hún virðist leið yfir þessu öllu saman og vilji ekki vera með þessum gaur en bara kominn allt of langur tími núna.
Breytti örfáum staðreyndum í þessu ef að einhver skildi lesa þetta sem að þetta á við. En þetta er á þessa leið samt.
Hvað haldið þið?
Cinemeccanica