Ég veit ekki alveg afhverju mér datt í hug að skrifa þetta en mér finnast svo margir einungis horfa á orð þegar kemur að ást. Það að segja: Ég elska þig þýðir meira heldur en gjörðir í augum margra.
Ég vil auðvitað heyra það frá ástinni minni að hann elski mig en ég met það meira ef hann gerir hluti fyrir mig eða eins og ef ég bið hann um að fara út í búð á leiðinni heim og hann gerir það með glöðu geði. Eða eins og núna, ég var að koma af spíalanum eftir 5 daga vist, hann kom og náði í mig, þegar við komum heim spurði hann hvort hann ætti að finna til glas og disk fyrir mig svo ég gæti fengið mér að borða. Hann varð nefnilega að fara aðeins frá aftur. Ég met svona meira heldur en orð enda er fólk að segja :Ég elska þig út í loftið alls staðar sem maður fer.
Maður sér það strax ef einhver elskar mann, það sést á því hvernig manneskjan hagar sér í kringum mann.
Fólk getur sagt margt án þess að meina neitt með því en það hvernig hún kemur fram segir allt. Það er + að fá að heyra það líka.
Maður hefur verið að heyra fólk segja: Ég elska þig en þetta er ekki alveg að virka eða það er bara ekki nóg þegar samband er að fara í vaskinn.
Ef ég elska einhvern þá er það bara anskoti nóg. Allt sem þarf, ef ég segði svona þá elskaði ég ekki viðkomandi.
Varð að koma þessu frá mér, veit ekki afhverju:)