Það er eitt sem virðist alldrei klikka og það er að fara uppí sumarbústað… Mér persónulega hefur alltaf fundist leiðinlegt að fara t.d. uppí sumarbústað með mömmu og pabba og eitthvað þannig. Verður alltaf bara sjálfkrafa leiðinlegt, eðlilega. En svo kom það nú fyrir að maður spurði foreldrana “Ætlið þið eitthvað uppí bústað um helgina” Og þegar svarið var nei þá fór nú ýmislegt að gerast. Þegar ég fór svo alltaf með kærustunni á föstudagskvöldi þá var það nú önnur saga. Bara byrjað á því að grilla náttúrlega (en ekki hvað) gómsætar kódilettur t.d. svo þegar maturinn var tilbúinn og inn var komið var náttúrlega kveikt á kertum og ljósin höfð kveikt auðvitað líka. Svo var bara byrjað að borða gómsætar kódilettur og svo farið að horfa á sjónvarpið inní hlýum sumarbústaðinum. Svo þegar kominn er tími til þess að fara í háttinn var það náttúrlega bara gert og laggst uppí rúm og ehh æji hmmm.. sleppum því. Og farið svo að sofa.
Ekkert var nú skemmtilegra en að vakna svo daginn eftir uppí sumarbústað með elskuna sína sér við hlið. Úff þetta er eitthvað sem maður væri til í að gera meira af. Heil helgi í sumarbústað með elskunni verður varla mikið betra.
En það tók á að skrifa þetta þar sem að ég frétti svo af þriðja aðilanum í þessu sambandi og er ég þess vegna hættur með þessari stelpu :(
já eftir marga svona góða tíma þá er bara farið og gift sig einhverjum öðrum gaur.. úff það var nú meira leiðindarmálið. já þarna sjáið þið.. sumar stelpur eru hreinlega siðblindar.
En já varðandi þetta allt stelpur mína.. sendið mér bara
skilaboð ef þið eruð að leita að svona rómantískum gaur eins og mér :) Þá getur maður farið að dusta rykið af þessum súmarbústaðaferðum og gert meira af þeim.