Um daginn, eða réttara sagt fyrir um það bil mánuði, var ég að “deita” strák og það gekk allt mjög vel. Mjög fínn strákur og ég var orðin frekar skotin. Síðan hætti ég allt í einu að heyra í honum og skildi hvorki upp né niður í hlutunum. Svo frétti ég að hann væri víst ekki alveg hættur með kærustunni sinni og þess vegna væri hann örugglega ekki að svara mér. Ég frétti þetta ekki frá honum heldur vinkonu minni, þar sem að þetta er lítið land og hún þekkir eitthvað til hans. Ég var mjög reið og sár þegar ég frétti þetta og var alveg hneyksluð á honum. Ég var líka enn hneykslaðri þegar ég frétti að hann hefði logið að mér að hann væri í háskóla… Það frétti ég líka annars staðar fyrir tilviljun. Ég trúði ekki að ég hefði treyst þessu “fífli” og bölvaði honum í sand og ösku fyrir að koma svona fram bæði við mig og kærustuna hans. Fannst líka frekar slæmt að hafa verið eitthvað viðhald.
En síðan var ég að frétta núna í dag að strákurinn er með heilaæxli. Þvílíkt sjokk og ég er með geðveikt samviskubit fyrir að hafa talað svona illa um hann. Því að kannski hélt hann virkilega að hann væri í háskóla og kannski hélt hann að hann ætti enga kærustu lengur… Ég meina, heilaæxli getur virkað þannig á fólk.
Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er að setja þetta inn hérna, ég þurfti bara að koma þessu frá mér… Maður lærir samt á þessu; aldrei dæma manneskjuna fyrr en þú hefur staðið í sporum hennar.
Ég ætla bara rétt að vona að æxlið sé góðkynja…:S
Og engin skítköst please :)
Ég finn til, þess vegna er ég