Ég var að lesa einhverja þræði hérna um að einhverjir væru ástfangnir, eða í ástarsorg og þannig. Svo fattaði ég allt í einu - Ég hef aldrei verið ástfangin. Ég er 17 ára og hef bara verið í einu frekar ómerkilegu sambandi. Það var eiginlega misheppnað frá upphafi og mér leið ekkert illa eftir að hafa hætt því (enda er hann ágætur vinur minn núna, eins og ekkert hafi gerst)
Mig langar svo að upplifa þetta. Mig langar svo að prófa að verða ástfangin, þótt ég þurfi að upplifa ástarsorgina og allt það.
Af hverju verð ég ekki ástfangin?
Mig langar ekki að bíða lengur …