Sko málið er að ég er búin að vera hrifin af sama stráknum í tja.. 1 ár eða svo..
Við erum ágætis vinir, hann er sætur, skemmtilegur, traustur og bara yndislegur. Ég hef aldrei þorað að segja honum að ég sé hrifin af honum og mun eflaust aldrei geta.

En það er annað vandamál, fyrir rúmum 3 vikum eða mánuði kynntist ég strák í afmæli vinar míns, við töluðum saman og mér fannst svo auðvelt að tala við hann og svo var hann líka allt í lagi sætur. Við töluðum saman á msn og með sms-um í heila viku og urðum rosalega góðir vinir og ákváðum að fara í bíó saman, hann bauð og var algjört krútt. Svo hittumst við á sunnudeginum eftir bíóið og ætlum að horfa á mynd og eitthvað, og tja, við skulum orða það þannig að núna erum við saman.
En málið er að ég vil eiginlega ekki vera með honum né hætta með honum, ég vil ekki eyðileggja vináttu okkar og svo er vinur minn sem hélt afmælið frekar ósáttur við það að við séum að hittast, hann veit samt ekki að við séum saman. Og svo kemur “draumaprinsinn” alltaf upp í hugann á mér og ég er bara að gefast upp, þetta er endalaust vesen.

Strákurinn sem ég er með er samt algjört æði og ég elska hann rosalega mikið en ég held að þetta gangi bara einfaldlega ekki upp.. Hvað á ég að gera?
Ég vil vera með honum en samt ekki..

Skítköst eru vinsamlega afþökkuð
En ráð eru vel þegin :)


Bætt við 10. október 2006 - 17:52
Þetta er skrifað af vinkonu minni sem á því miður ekki notandanafn á huga.is, ég (eigandinn) var “upptekin” við annað…
Endilega gefið henni ráð, ég er sátt við mig :)